Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Frá ráðstefnunni í Hörpu um hugvíkkandi efni. Vísir/Vilhelm Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“ Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“
Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira