„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. mars 2025 17:26 Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, segir uppsagnirnar mikið reiðarslag fyrir samfélag Húnabyggðar. Það verði áskorun að finna atvinnutækifæri fyrir þá sem misstu vinnuna. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins. Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Húnabyggðar sem birtist síðdegis og er bæði á íslensku og pólsku. „Eins og öllum er kunnugt hefur Kjarnafæði Norðlenska ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi og um leið var tilkynnt að í haust verði ekki slátrað fé í sláturhúsinu á Blönduósi,“ segir í tilkynningunni en greint var frá fréttunum á mánudag. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, sagði uppsagnirnar hluta af hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna þungs reksturs félagsins í fyrra. Áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöð SAH á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins. Starfsemin samofin sögu samfélagsins „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag, starfsemin hér, ekki síst undir merkjum SAH sem hefur spilað lykilhlutverk í atvinnulífi svæðisins í áratugi,“ segir í tilkynningu sveitarstjórnarinnar. Sölufélag Austur Húnvetninga byggði fyrsta sláturhús félagsins á Blönduósi árið 1908 og hefur síðan þá verið samfelld starfsemi á Blönduósi. Sölufélagið og Kjarnafæði stofnuðu SAH Afurðir ehf. þann 1. janúar 2006 og hefur það séð um rekstur sláturhússins síðan. Saga sláturhúss SAH Afurða sé því samofin sögu þéttbýlisins og dreifbýlisins að sögn sveitarstjórnarinnar og því hluti af menningarsögulegum arfi Austur Húnvetninga. „Við munum leggja okkur fram við að tala við þetta fólk og stjórnendur Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi með það að markmiði að skilja stöðu þeirra og sjá hvort að sveitarfélagið geti á einhvern hátt hjálpað til,“ segir einnig í tilkynningunni. Víðfeðm ruðningsáhrif uppsagnanna Ruðningsáhrif uppsagnanna séu víðfeðm. Ýmiss konar þjónusta við fyrirtækið, svo sem störf bílstjóra og þjónusta við tímabundna starfsmenn, verði fyrir áhrifum. „Þá eru það allir þeir bændur sem leggja afurðir sínar inn á afurðastöðina, en mikil ánægja hefur ríkt hjá þeim með þá þjónustu sem þeir hafa fengið, stutt er að fara og boðleiðir sömuleiðis stuttar,“ segir í tilkynningunni. Sláturhúsið er greinilega komið til ára sinna ef eitthvað er að marka myndir af Já.is. Sveitarfélagið segist ekki vera beinn aðili að uppsögnunum og komi með engum hætti að starfsemi Kjarnafæði Norðlenska. „En ábyrgð okkar snýr að íbúum okkar og þeirra vellíðan og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna,“ segir í tilkynningunni. Þess ber að geta að samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. janúar 2024 búa 1.263 í Húnabyggð. Þeir 23 sem misstu vinnuna í uppsögnunum eru því um 1,8 prósent af íbúafjölda sveitarfélagsins.
Húnabyggð Matvælaframleiðsla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira