Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:04 Hákon Arnar í leik kvöldsins. AP Photo/Christophe Ena Staðan var 4-0 París Saint-Germain í vil þegar Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekknum. Lið hans Lille skoraði hins vegar eina mark síðari hálfleiksins. Atlético Madríd er komið á topp La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, eftir 1-0 sigur á Athletic Club. Bradley Barcola gaf tóninn í París þegar hann kom PSG yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Miðvörðurinn Marquinhos tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og Ousmane Dembélé gerði svo gott sem út um leikinn sex mínútum síðar. Desire Doue bætti fjórða markinu við áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Arnar kom inn af varamannabekk gestanna áður en síðari hálfleikur hófst og hjálpaði sínum mönnum að halda andliti. Jonathan David skoraði eina mark síðari hálfleiks og lokatölur í París 4-1. Hákon Arnar gerði hvað hann gat.FRANCK FIFE / AFP PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar enda hefur liðið ekki beðið ósigur í deildinni. Að loknum 24 leikjum er liðið með 62 stig eftir 19 sigra og fimm jafntefli. Lilla er með 41 stig í 5. sæti, tveimur á eftir Monaco sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Julián Alvarez reyndist hetja Atlético Madríd sem nýtti sér tap nágranna sinna í Real og er komið á topp La Liga. Alvarez skoraði eina mark leiksins þegar Athletic Club kom í heimsókn. Markið kom eftir undirbúning Marcos Llorente á 66. mínútu. Atlético Madríd er nú með 56 stig á toppnum en Barcelona á leik til góða og getur náð toppsætinu á morgun. Bæði Barcelona og Real Madríd eru með 54 stig. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen 4-1 útisigur á Eintracht Frankfurt. Nathan Tella, Nordi Mukiele, Patrik Schick og Aleix Garcia með mörk Leverkusen á meðan Hugo Ekitike skoraði mark Frankfurt. Leverkusen er nú með 53 stig eftir 24 leiki, átta minna en topplið Bayern München. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Bradley Barcola gaf tóninn í París þegar hann kom PSG yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Miðvörðurinn Marquinhos tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og Ousmane Dembélé gerði svo gott sem út um leikinn sex mínútum síðar. Desire Doue bætti fjórða markinu við áður en fyrri hálfleik var lokið og staðan 4-0 í hálfleik. Hákon Arnar kom inn af varamannabekk gestanna áður en síðari hálfleikur hófst og hjálpaði sínum mönnum að halda andliti. Jonathan David skoraði eina mark síðari hálfleiks og lokatölur í París 4-1. Hákon Arnar gerði hvað hann gat.FRANCK FIFE / AFP PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar enda hefur liðið ekki beðið ósigur í deildinni. Að loknum 24 leikjum er liðið með 62 stig eftir 19 sigra og fimm jafntefli. Lilla er með 41 stig í 5. sæti, tveimur á eftir Monaco sem er í síðasta Meistaradeildarsætinu. Julián Alvarez reyndist hetja Atlético Madríd sem nýtti sér tap nágranna sinna í Real og er komið á topp La Liga. Alvarez skoraði eina mark leiksins þegar Athletic Club kom í heimsókn. Markið kom eftir undirbúning Marcos Llorente á 66. mínútu. Atlético Madríd er nú með 56 stig á toppnum en Barcelona á leik til góða og getur náð toppsætinu á morgun. Bæði Barcelona og Real Madríd eru með 54 stig. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen 4-1 útisigur á Eintracht Frankfurt. Nathan Tella, Nordi Mukiele, Patrik Schick og Aleix Garcia með mörk Leverkusen á meðan Hugo Ekitike skoraði mark Frankfurt. Leverkusen er nú með 53 stig eftir 24 leiki, átta minna en topplið Bayern München.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Isco beit sitt fyrrverandi lið Real Madríd í rassinn þegar hann skoraði og lagði upp mörk Real Betis í óvæntum 2-1 sigri heimamanna á stórliðinu frá Madríd. 1. mars 2025 19:30