Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekar stuðning Íslands við Úkraínu eftir erfiðan fund Úkraínuforseta í Washington. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira