Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 20:11 Lyklaskipti hjá ríkisstjórninni þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af Jóni Gunnarssyni þann 18. júní 2023. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu. Jón skrifar um málið í Facebook-færslu sem birtist um sexleytið í kvöld. Þar bregst hann við yfirlýsingum Guðrúnar í Spursmálum um árangur hennar í dómsmálaráðuneytinu og segist hann nauðbeygður til að skrifa á þeim vettvangi þar sem hún svari ekki póstum hans. Tímasetning færslunnar er áhugaverð svo skömmu fyrir landsfund en Jón hefur verið kenndur við Áslaugar-arm flokksins (áður Bjarna-arminn). „Góður leiðtogi hvetur samverkamenn, styður þá til góðra verka og gefur þeim svigrúm til að njóta þess sem vel er gert. Þannig verður til öflug liðsheild þar sem hver og einn fær að njóta sín. Öflugur leiðtogi eignar sér ekki árangur annarra eða gerir lítið úr þeim sem á undan komu,“ skrifar Jón í færslunni. Með færslunni deilir Jón myndbandi af Guðrúnu úr Spursmálum sem hún sjálf hafði birt á Facebook-síðu sinni fyrr í vikunni. Þar fjallar hún árangur sinn í dómsmálaráðuneytinu sem engum öðrum hafði tekist fyrr. „Ég kom inn í þetta ráðuneyti með það að augnamiði að ná stjórn á þessum málaflokki og hvað gerðist? Á síðasta ári fækkaði umsóknum um vernd á Íslandi um 55 prósent, brottflutningur frá landinu jókst um 70 prósent. Það er árangur að geta keyrt í gegn breytingar á útlendingalögum sem engum öðrum hafi tekist fyrr en að ég geri það,“ segir Guðrún í klippunni. Hún bætir svo við að mest um vert sé að hún hafi náð að keyra í gegn breytingar á lögreglulögum sem Björn Bjarnason hafi fyrst lagt fram árið 2007. „Ekkert er fjarri lagi“ Jón segir að sér þyki miður að skrifa á Facebook um þessi mál en ekki sjá undan því komist að gera athugasemd við málflutning Guðrúnar í klippunni. „Hún hefur haldið því fram að ekkert hafi gerst í útlendingamálunum fyrr en hún steig inn í dómsmálaráðuneytið. Ekkert er fjarri lagi. Guðrún hefur í engu svarað persónulegum pósti mínum til hennar um þetta mál. Hún væri meiri manneskja með því að leiðrétta þetta með einhverjum hætti sjálf,“ segir hann í færslunni. Grunnur að árangri í útlendingamálum segir Jón að hafi verið lagður í sameiginlegu átaki forvera Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Þetta þekki ég vel eftir að hafa setið í stóli dómsmálaráðherra, þar sem ég talaði afdráttarlaust gegn þeirri stöðu sem þá var uppi í útlendingamálum. Umsóknum fjölgaði í veldisvexti með tilheyrandi áhrifum á íslenskt samfélag, álagi á innviði og kostnaði,“ segir Jón. Sér hafi verið gerðar upp annarlegar skoðanir Hann segir að ráðherrar flokksins sem komu á undan honum hafi allir gert ítrekaðar tilraunir til breytinga á útlendingalögum og lagt drög að þeim breytingum sem síðan náðust í gegn. „Það gustar oft um þá sem fara gegn straumnum og það var lýsandi fyrir tíma minn í ráðuneytinu. Árið 2023 náðum við Sjálfstæðismenn í gegn fyrstu breytingum á útlendingalögum; mál voru afgreidd hraðar, spornað var við misnotkun verndarkerfisins, skerpt á heimildum til skerðingar og niðurfellingar þjónustu til þeirra sem voru hér í ólögmætri dvöl,“ segir í færslunni. „Við tryggðum framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun og aukningu á tímabilinu má að langstærstum hluta rekja til endurmats á stöðu í Venezúela sem við settum í gang seinni hluta árs 2022. Eftir langan tíma samþykkti kærunefnd útlendingamála að landið væri ekki óöruggt land,“ segir einnig. Allt hafi það verið eðlilegar breytingar á útlendingalögum og segist hann stoltur af þeim. „Það þurfti að hafa fyrir því að koma þessu í gegn, mér voru gerðar upp annarlegar skoðanir af stjórnarandstæðingum og reyndar hluta stjórnarliða sem tóku þessum breytingum illa,“ segir Jón í færslunni. Ævinlega þakklátur fyrir trausta forystu Bjarna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi staðið þétt með Jóni í öllum þessum verkefnum öllum, sérstaklega þeir þingmenn flokksins sem voru í þingnefndunum þegar frumvarpið var í meðförum þingsins. „Fráfarandi formaður okkar Bjarni Benediktsson var eins og klettur í málinu við ríkisstjórnarborðið, stóð þétt við bak ráðherra flokksins í málaflokknum og talaði óhikað fyrir því sem hann vissi að var rétt. Skemmst er að minnast yfirlýsinga hans á tröppum Bessastaða 19. Júní 2023, þar gaf hann skýra línu. Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir trausta forystu í þessu máli líkt og öðrum undanfarin ár,“ segir Jón í færslunni. Loks segir Jón að sé þyki miður að Guðrún Hafsteinsdóttir velji fremur þann kost að slá sig til riddara en að halda til haga því sem rétt er. Hann segist sjá sig nauðbeygðan til að birta færsluna þar Guðrún hafi hunsað persónuleg skilaboð hans til hennar vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir „Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. 17. september 2024 11:40 Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. 12. júní 2024 22:43 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Jón skrifar um málið í Facebook-færslu sem birtist um sexleytið í kvöld. Þar bregst hann við yfirlýsingum Guðrúnar í Spursmálum um árangur hennar í dómsmálaráðuneytinu og segist hann nauðbeygður til að skrifa á þeim vettvangi þar sem hún svari ekki póstum hans. Tímasetning færslunnar er áhugaverð svo skömmu fyrir landsfund en Jón hefur verið kenndur við Áslaugar-arm flokksins (áður Bjarna-arminn). „Góður leiðtogi hvetur samverkamenn, styður þá til góðra verka og gefur þeim svigrúm til að njóta þess sem vel er gert. Þannig verður til öflug liðsheild þar sem hver og einn fær að njóta sín. Öflugur leiðtogi eignar sér ekki árangur annarra eða gerir lítið úr þeim sem á undan komu,“ skrifar Jón í færslunni. Með færslunni deilir Jón myndbandi af Guðrúnu úr Spursmálum sem hún sjálf hafði birt á Facebook-síðu sinni fyrr í vikunni. Þar fjallar hún árangur sinn í dómsmálaráðuneytinu sem engum öðrum hafði tekist fyrr. „Ég kom inn í þetta ráðuneyti með það að augnamiði að ná stjórn á þessum málaflokki og hvað gerðist? Á síðasta ári fækkaði umsóknum um vernd á Íslandi um 55 prósent, brottflutningur frá landinu jókst um 70 prósent. Það er árangur að geta keyrt í gegn breytingar á útlendingalögum sem engum öðrum hafi tekist fyrr en að ég geri það,“ segir Guðrún í klippunni. Hún bætir svo við að mest um vert sé að hún hafi náð að keyra í gegn breytingar á lögreglulögum sem Björn Bjarnason hafi fyrst lagt fram árið 2007. „Ekkert er fjarri lagi“ Jón segir að sér þyki miður að skrifa á Facebook um þessi mál en ekki sjá undan því komist að gera athugasemd við málflutning Guðrúnar í klippunni. „Hún hefur haldið því fram að ekkert hafi gerst í útlendingamálunum fyrr en hún steig inn í dómsmálaráðuneytið. Ekkert er fjarri lagi. Guðrún hefur í engu svarað persónulegum pósti mínum til hennar um þetta mál. Hún væri meiri manneskja með því að leiðrétta þetta með einhverjum hætti sjálf,“ segir hann í færslunni. Grunnur að árangri í útlendingamálum segir Jón að hafi verið lagður í sameiginlegu átaki forvera Guðrúnar í dómsmálaráðuneytinu og þingflokks Sjálfstæðisflokksins. „Þetta þekki ég vel eftir að hafa setið í stóli dómsmálaráðherra, þar sem ég talaði afdráttarlaust gegn þeirri stöðu sem þá var uppi í útlendingamálum. Umsóknum fjölgaði í veldisvexti með tilheyrandi áhrifum á íslenskt samfélag, álagi á innviði og kostnaði,“ segir Jón. Sér hafi verið gerðar upp annarlegar skoðanir Hann segir að ráðherrar flokksins sem komu á undan honum hafi allir gert ítrekaðar tilraunir til breytinga á útlendingalögum og lagt drög að þeim breytingum sem síðan náðust í gegn. „Það gustar oft um þá sem fara gegn straumnum og það var lýsandi fyrir tíma minn í ráðuneytinu. Árið 2023 náðum við Sjálfstæðismenn í gegn fyrstu breytingum á útlendingalögum; mál voru afgreidd hraðar, spornað var við misnotkun verndarkerfisins, skerpt á heimildum til skerðingar og niðurfellingar þjónustu til þeirra sem voru hér í ólögmætri dvöl,“ segir í færslunni. „Við tryggðum framkvæmd ákvarðana um frávísun og brottvísun og aukningu á tímabilinu má að langstærstum hluta rekja til endurmats á stöðu í Venezúela sem við settum í gang seinni hluta árs 2022. Eftir langan tíma samþykkti kærunefnd útlendingamála að landið væri ekki óöruggt land,“ segir einnig. Allt hafi það verið eðlilegar breytingar á útlendingalögum og segist hann stoltur af þeim. „Það þurfti að hafa fyrir því að koma þessu í gegn, mér voru gerðar upp annarlegar skoðanir af stjórnarandstæðingum og reyndar hluta stjórnarliða sem tóku þessum breytingum illa,“ segir Jón í færslunni. Ævinlega þakklátur fyrir trausta forystu Bjarna Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi staðið þétt með Jóni í öllum þessum verkefnum öllum, sérstaklega þeir þingmenn flokksins sem voru í þingnefndunum þegar frumvarpið var í meðförum þingsins. „Fráfarandi formaður okkar Bjarni Benediktsson var eins og klettur í málinu við ríkisstjórnarborðið, stóð þétt við bak ráðherra flokksins í málaflokknum og talaði óhikað fyrir því sem hann vissi að var rétt. Skemmst er að minnast yfirlýsinga hans á tröppum Bessastaða 19. Júní 2023, þar gaf hann skýra línu. Ég er honum ævinlega þakklátur fyrir trausta forystu í þessu máli líkt og öðrum undanfarin ár,“ segir Jón í færslunni. Loks segir Jón að sé þyki miður að Guðrún Hafsteinsdóttir velji fremur þann kost að slá sig til riddara en að halda til haga því sem rétt er. Hann segist sjá sig nauðbeygðan til að birta færsluna þar Guðrún hafi hunsað persónuleg skilaboð hans til hennar vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir „Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. 17. september 2024 11:40 Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. 12. júní 2024 22:43 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
„Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. 17. september 2024 11:40
Flóttamannastraumurinn renni þangað sem stærstu glufurnar finnast Dómsmálaráðherra fagnar því að boðaðar séu veigamiklar breytingar á útlendingalöggjöf í áraraðir. Í eldhúsræðu sinni sagði hún málefni útlendinga eru viðkvæman málaflokk en hún hræðist ekki vegferðina sem er fram undan í útlendingamálum. 12. júní 2024 22:43