Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Árni Sæberg skrifar 25. febrúar 2025 10:53 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu og Landsvirkjun leyfi til áfrýjunar Hvammsvirkjunarmálsins beint til réttarins, án viðkomu í Landsrétti. Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var síðastliðinn föstudag en birt í dag. Þar segir að ríkið og Landsvirkjun hafi beðið um áfrýjunarleyfi dagana 24. og 25. janúar vegna máls landeigenda við Þjórsá á hendur þeim vegna fyrirhugaðrar byggingar Hvammsvirkjunar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Telja dóminn einfaldlega rangan Landsvirkjun ákvað skömmu síðar að óska eftir leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu sagði að ástæða áfrýjunarinnar væri einföld, fyrirtækið teldi dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hafi verulega samfélagslega þýðingu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að með héraðsdómi hafi kröfu landeigendanna um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar verið hafnað. Á hinn bóginn hafi verið felld úr gildi heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1 og ógilt virkjunarleyfi Orkustofnunar. Talið hafi verið að að tiltekið ákvæði laga um stjórn vatnamála hefði ekki veitt Umhverfisstofnun viðhlítandi lagastoð fyrir þeirri ákvörðun að heimila breytingu á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Í því hefði falist verulegur efnisannmarki á ákvörðun stofnunarinnar sem leiddi til ógildingar hennar. Þá hafi héraðsdómur talið að þar sem ákvörðun Orkustofnunar um virkjunarleyfið byggði á þeirri forsendu að heimild Umhverfisstofnunar lægi fyrir fælist í ógildingu hennar verulegur efnisannmarki á virkjunarleyfinu sem leiddi einnig til ógildingar þess. Ríkið hafi talið að dómur Hæstaréttar í málinu væri til þess fallinn að hafa fordæmisgildi um skýringu laga um stjórn vatnamála, einkum tvö tiltekin ákvæði þeirra, enda hafi ekki áður reynt á þessi ákvæði fyrir dómstólum. Í öðru lagi hafi ríkið talið að niðurstaða málsins gæti haft almenna þýðingu um beitingu réttarreglna þegar kemur að vali milli ólíkra lögskýringarkosta. Í þriðja hafi ríkið vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulega samfélagslega þýðingu en umrædd virkjunaráform væru nauðsynleg til að tryggja raforkuöryggi. Hafi tafir við framkvæmdina í för með sér tjón og óvissu fyrir samfélagið. Þá hafi ríkið byggt á því að ákvæði laga um meðferð einkamála, um að áfrýjunarleyfi beint til Hæstaréttar skuli ekki veitt ef aðilar telji þörf á að leiða vitni í málinu, enn sé uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar í héraði, eða enn sé deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr, stæði ekki í vegi fyrir áfrýjunarleyfi. Tafir kunni að seinka orkuskiptum Í ákvörðuninni segir að Landsvirkjun hafi byggt á því að niðurstaða málsins fyrir Hæstarétti hefði fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega þýðingu að öðru leyti. Í fyrsta lagi væri brýnt að fá endanlega niðurstöðu Hæstaréttar í málinu eins skjótt og unnt er en tafir við framkvæmd Hvammsvirkjunar kynnu að seinka orkuskiptum hér á landi. Í öðru lagi teldi Landsvirkjun einsýnt að dómur Hæstaréttar um sakarefni málsins yrði fordæmisgefandi um beitingu laga um stjórn vatnamála. Í þriðja lagi hafi Landsvirkjun vísað til þess að verulegir samfélagslegir hagsmunir væru undir í málinu. Að endingu hafi Landsvirkjun talið enga þörf á að leiða vitni í málinu og að ekki væri uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn hafi verið fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því gæti haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna auk þess sem úrslit þess kunni að hafa verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá liggi ekki fyrir í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt. Því væri fallist á áfrýjunarbeiðnir ríkisins og Landsvirkjunar. Málahalinn orðinn vel á annað ár Ljóst er að með því að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar hafa ríkið og Landsvirkjun hraðað niðurstöðu í Hvammsvirkjunarmálinu verulega. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í viðtali við Vísi í tilefni þess að fimm ár voru liðin frá stofnun Landsréttar, að áfrýjun beint til Hæstaréttar væri gagnlegt tól til að takast á við langan málahala í Landsrétti. Málsmeðferðartími í Landsrétti væri allt of langur, eitt og hálft ár gæti liðið frá því að einkamáli er áfrýjað þangað og dómur gengur. Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. 20. janúar 2025 22:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Hæstaréttar, sem tekin var síðastliðinn föstudag en birt í dag. Þar segir að ríkið og Landsvirkjun hafi beðið um áfrýjunarleyfi dagana 24. og 25. janúar vegna máls landeigenda við Þjórsá á hendur þeim vegna fyrirhugaðrar byggingar Hvammsvirkjunar. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi landeigendunum í vil þann 15. janúar og felldi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar úr gildi. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Telja dóminn einfaldlega rangan Landsvirkjun ákvað skömmu síðar að óska eftir leyfi til að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu sagði að ástæða áfrýjunarinnar væri einföld, fyrirtækið teldi dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hafi verulega samfélagslega þýðingu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að með héraðsdómi hafi kröfu landeigendanna um ógildingu leyfis Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar verið hafnað. Á hinn bóginn hafi verið felld úr gildi heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1 og ógilt virkjunarleyfi Orkustofnunar. Talið hafi verið að að tiltekið ákvæði laga um stjórn vatnamála hefði ekki veitt Umhverfisstofnun viðhlítandi lagastoð fyrir þeirri ákvörðun að heimila breytingu á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun. Í því hefði falist verulegur efnisannmarki á ákvörðun stofnunarinnar sem leiddi til ógildingar hennar. Þá hafi héraðsdómur talið að þar sem ákvörðun Orkustofnunar um virkjunarleyfið byggði á þeirri forsendu að heimild Umhverfisstofnunar lægi fyrir fælist í ógildingu hennar verulegur efnisannmarki á virkjunarleyfinu sem leiddi einnig til ógildingar þess. Ríkið hafi talið að dómur Hæstaréttar í málinu væri til þess fallinn að hafa fordæmisgildi um skýringu laga um stjórn vatnamála, einkum tvö tiltekin ákvæði þeirra, enda hafi ekki áður reynt á þessi ákvæði fyrir dómstólum. Í öðru lagi hafi ríkið talið að niðurstaða málsins gæti haft almenna þýðingu um beitingu réttarreglna þegar kemur að vali milli ólíkra lögskýringarkosta. Í þriðja hafi ríkið vísað til þess að niðurstaða málsins hefði verulega samfélagslega þýðingu en umrædd virkjunaráform væru nauðsynleg til að tryggja raforkuöryggi. Hafi tafir við framkvæmdina í för með sér tjón og óvissu fyrir samfélagið. Þá hafi ríkið byggt á því að ákvæði laga um meðferð einkamála, um að áfrýjunarleyfi beint til Hæstaréttar skuli ekki veitt ef aðilar telji þörf á að leiða vitni í málinu, enn sé uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar í héraði, eða enn sé deilt um staðreyndir sem sérkunnáttu þarf í dómi til að leysa úr, stæði ekki í vegi fyrir áfrýjunarleyfi. Tafir kunni að seinka orkuskiptum Í ákvörðuninni segir að Landsvirkjun hafi byggt á því að niðurstaða málsins fyrir Hæstarétti hefði fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega þýðingu að öðru leyti. Í fyrsta lagi væri brýnt að fá endanlega niðurstöðu Hæstaréttar í málinu eins skjótt og unnt er en tafir við framkvæmd Hvammsvirkjunar kynnu að seinka orkuskiptum hér á landi. Í öðru lagi teldi Landsvirkjun einsýnt að dómur Hæstaréttar um sakarefni málsins yrði fordæmisgefandi um beitingu laga um stjórn vatnamála. Í þriðja lagi hafi Landsvirkjun vísað til þess að verulegir samfélagslegir hagsmunir væru undir í málinu. Að endingu hafi Landsvirkjun talið enga þörf á að leiða vitni í málinu og að ekki væri uppi ágreiningur um sönnunargildi munnlegs framburðar sem gefinn hafi verið fyrir héraðsdómi. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði að líta svo á að dómur í því gæti haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna auk þess sem úrslit þess kunni að hafa verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá liggi ekki fyrir í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt. Því væri fallist á áfrýjunarbeiðnir ríkisins og Landsvirkjunar. Málahalinn orðinn vel á annað ár Ljóst er að með því að áfrýja málinu beint til Hæstaréttar hafa ríkið og Landsvirkjun hraðað niðurstöðu í Hvammsvirkjunarmálinu verulega. Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, sagði í viðtali við Vísi í tilefni þess að fimm ár voru liðin frá stofnun Landsréttar, að áfrýjun beint til Hæstaréttar væri gagnlegt tól til að takast á við langan málahala í Landsrétti. Málsmeðferðartími í Landsrétti væri allt of langur, eitt og hálft ár gæti liðið frá því að einkamáli er áfrýjað þangað og dómur gengur.
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. 20. janúar 2025 22:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. 12. febrúar 2025 12:07
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31
Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Engar framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar sem hafa áhrif á vatnshlot Þjórsár eru fyrirhugaðar á árinu. Oddvitar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ragnárþings Ytra segja engar forendur fyrir því að seinka framkvæmdum. 20. janúar 2025 22:00