Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2025 07:01 Áslaug Arna spurði Guðrúnu hvernig hún ætlaði að ná til unga fólksins. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill efla málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og setja fram skýra áætlun um hvernig bæta megi hag einyrkja og þeirra sem reka smærri fyrirtæki, verði hún formaður flokksins. Guðrún Hafsteinsdóttir segist vel geta aukið stuðnings ungs fólks við flokkinn, þrátt fyrir að vera sjálf 20 árum eldri en Áslaug. Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær, þar sem þær Áslaug og Guðrún voru leiddar saman. Báðar hafa þær tilkynnt um framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en kjörið fer fram á landsfundi flokksins sem hefst næstkomandi föstudag. Í lok þáttarins bauðst frambjóðendum að beina einni spurningu að mótframbjóðanda sínum. Guðrún reið á vaðið og spurði Áslaugu eftirfarandi spurningar: „Við erum að vinna sameiginlegu markmiði; að breikka flokkinn, að fá fleiri til fylgis við hann. Við höfum báðar talað um það að við viljum til dæmis fá iðnaðarmennina okkar aftur, minni fyrirtæki og svo framvegis. Hvernig viltu gera það? Að laða aftur til fylgislags við Sjálfstæðisflokkinn einyrkjana okkar, litlu fyrirtækin, að þau eigi sér heimili í Sjálfstæðisflokknum?“ Guðrún og Áslaug voru gestir Pallborðsins á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Áslaug svaraði því til að hún sæi fyrir sér að endurnýja málefnastarf flokksins, sem sneri meðal annars að aðgerðum til handa þeim sem Guðrún nefndi, með því að hleypa því fólki að borðinu og veita því tækifæri til að taka þátt í starfinu. „Ég held að það verði að vera miklu virkara og dýnamískara, og er dæmi um hluti sem við þurfum að vera með í gangi í hverjum mánuði og á hverju ári, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það að hleypa þeim að starfinu og hlusta betur á þröskuldana sem þeir mæta í kerfinu, á regluverkið sem þeim finnst stundum þyngra hér en meira að segja í Evrópu. Að heyra eftir því hvar við getum einfaldað þeim lífið, og gera skýra áætlun,“ sagði Áslaug Arna. Gervigreindin geti hjálpað Slíka áætlun hafi hún til að mynda lagt til í menntamálum fyrir kosningar. „Að gera skýra áætlun um það hvað við ætlum að gera til þess að gera það að verkum að hjá iðnaðarmönnum og fólki með sjálfstæðan rekstur, að það sé jafn blómlegt að vera í þeim rekstri á Íslandi og er í nýsköpun í dag. Þannig sé ég fyrir mér að við hleypum þeim nær borðinu. Ég ætla að hlusta á þá, hleypa þeim að þessari vinnu og búa til skýra áætlun í þessum málaflokki, um hvernig við ætlum að berjast fyrir þeirra hagsmunum.“ Klippa: Áslaug Arna og Guðrún svara spurningum hvorrar annarrar Tala þurfi skýrar gegn regluverki sem íþyngi fremur litlum fyrirtækjum á sama tíma og stærri einingar ráði auðveldlega við sömu reglur. „Þar held ég að gervigreindarlausnin sem ég innleiddi í ráðuneytinu mínu, sem les alla gullhúðun Evrópusambandsins á íslensku regluverki, með mjög einfaldri lausn, geti komið að góðum notum svo við finnum það hvar við höfum gengið of langt í að innleiða þungt, evrópskt regluverk,“ sagði Áslaug. Hóf ferilinn miðaldra Þá var komið að Áslaugu að bera upp spurningu sína við Guðrúnu, sem var eftirfarandi: „Ég ætla að fá að spyrja Guðrúnu hvernig hún ætlar að laða að nýja kynslóð, unga fólkið okkar, í flokkinn, sem hefur kannski ekki fundið sig með okkur hingað til,“ sagði Áslaug. Guðrún hóf svar sitt á að nefna að hún hafi ekki hafið sinn stjórnmálaferil fyrr en hún var orðin miðaldra. Guðrún er 20 árum eldri en Áslaug, fædd árið 1970 og tók fyrst sæti á þingi árið 2021, þá 51 árs. Guðrún spurði Áslaugu hvernig hún ætlaði sér að vænka hag einyrkja og þeirra sem reka minni fyrirtæki.Vísir/Vilhelm „Mér hefur þótt alveg óskaplega gaman, sérstaklega í mínu kjördæmi, að finna það hvernig starf ungra sjálfstæðismanna hefur eflst á síðustu fjórum árum úti um allt kjördæmi. Í hringferð minni hitti ég á Klaustri unga stúlku, 15 ára, sem er að koma á sinn fyrsta landsfund. Hún er núna að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Skaftafellssýslum,“ sagði Guðrún. Steikir stundum Instagram Hún hafi einnig hitt ungt sjálfstæðisfólk á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hún fyndi ekki annað en að hún ætti góða tengingu við ungt fólk. „Rétt eins og eldra fólk og alla þar á milli. Ég er í miðjunni, ég er eiginlega í miðjunni á æviskeiðinu þannig að ég get tengt mjög vel við eldri kynslóðina. En ég á líka börn.“ Guðrún sagði að tvítugur sonur hennar hefði oft bent henni á að hún væri að „steikja Instagrammið“ með því að deila allt of mörgum myndum, að sið miðaldra fólks. „Hann er líka að kenna mér. Hann hefur reynt að kenna mér á TikTok, og ég er ekki góð í því. En ég er umvafin ungu fólki frá morgni til kvölds. Ég á líka barnabörn og ég á von á tveimur barnabörnum. Ég er í þessari vinnu fyrir þau, fyrir ungu kynslóðina, börnin mín og barnabörnin, og alla hina. Að gera Ísland að framúrskarandi landi til búsetu,“ sagði Guðrún. Þáttinn í heild sinni, sem og stutta klippu þar sem frambjóðendur spurðu sinna spurninga, má finna í spilurum ofar í fréttinni. Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær, þar sem þær Áslaug og Guðrún voru leiddar saman. Báðar hafa þær tilkynnt um framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum, en kjörið fer fram á landsfundi flokksins sem hefst næstkomandi föstudag. Í lok þáttarins bauðst frambjóðendum að beina einni spurningu að mótframbjóðanda sínum. Guðrún reið á vaðið og spurði Áslaugu eftirfarandi spurningar: „Við erum að vinna sameiginlegu markmiði; að breikka flokkinn, að fá fleiri til fylgis við hann. Við höfum báðar talað um það að við viljum til dæmis fá iðnaðarmennina okkar aftur, minni fyrirtæki og svo framvegis. Hvernig viltu gera það? Að laða aftur til fylgislags við Sjálfstæðisflokkinn einyrkjana okkar, litlu fyrirtækin, að þau eigi sér heimili í Sjálfstæðisflokknum?“ Guðrún og Áslaug voru gestir Pallborðsins á Vísi í gær.Vísir/Vilhelm Áslaug svaraði því til að hún sæi fyrir sér að endurnýja málefnastarf flokksins, sem sneri meðal annars að aðgerðum til handa þeim sem Guðrún nefndi, með því að hleypa því fólki að borðinu og veita því tækifæri til að taka þátt í starfinu. „Ég held að það verði að vera miklu virkara og dýnamískara, og er dæmi um hluti sem við þurfum að vera með í gangi í hverjum mánuði og á hverju ári, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það að hleypa þeim að starfinu og hlusta betur á þröskuldana sem þeir mæta í kerfinu, á regluverkið sem þeim finnst stundum þyngra hér en meira að segja í Evrópu. Að heyra eftir því hvar við getum einfaldað þeim lífið, og gera skýra áætlun,“ sagði Áslaug Arna. Gervigreindin geti hjálpað Slíka áætlun hafi hún til að mynda lagt til í menntamálum fyrir kosningar. „Að gera skýra áætlun um það hvað við ætlum að gera til þess að gera það að verkum að hjá iðnaðarmönnum og fólki með sjálfstæðan rekstur, að það sé jafn blómlegt að vera í þeim rekstri á Íslandi og er í nýsköpun í dag. Þannig sé ég fyrir mér að við hleypum þeim nær borðinu. Ég ætla að hlusta á þá, hleypa þeim að þessari vinnu og búa til skýra áætlun í þessum málaflokki, um hvernig við ætlum að berjast fyrir þeirra hagsmunum.“ Klippa: Áslaug Arna og Guðrún svara spurningum hvorrar annarrar Tala þurfi skýrar gegn regluverki sem íþyngi fremur litlum fyrirtækjum á sama tíma og stærri einingar ráði auðveldlega við sömu reglur. „Þar held ég að gervigreindarlausnin sem ég innleiddi í ráðuneytinu mínu, sem les alla gullhúðun Evrópusambandsins á íslensku regluverki, með mjög einfaldri lausn, geti komið að góðum notum svo við finnum það hvar við höfum gengið of langt í að innleiða þungt, evrópskt regluverk,“ sagði Áslaug. Hóf ferilinn miðaldra Þá var komið að Áslaugu að bera upp spurningu sína við Guðrúnu, sem var eftirfarandi: „Ég ætla að fá að spyrja Guðrúnu hvernig hún ætlar að laða að nýja kynslóð, unga fólkið okkar, í flokkinn, sem hefur kannski ekki fundið sig með okkur hingað til,“ sagði Áslaug. Guðrún hóf svar sitt á að nefna að hún hafi ekki hafið sinn stjórnmálaferil fyrr en hún var orðin miðaldra. Guðrún er 20 árum eldri en Áslaug, fædd árið 1970 og tók fyrst sæti á þingi árið 2021, þá 51 árs. Guðrún spurði Áslaugu hvernig hún ætlaði sér að vænka hag einyrkja og þeirra sem reka minni fyrirtæki.Vísir/Vilhelm „Mér hefur þótt alveg óskaplega gaman, sérstaklega í mínu kjördæmi, að finna það hvernig starf ungra sjálfstæðismanna hefur eflst á síðustu fjórum árum úti um allt kjördæmi. Í hringferð minni hitti ég á Klaustri unga stúlku, 15 ára, sem er að koma á sinn fyrsta landsfund. Hún er núna að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Skaftafellssýslum,“ sagði Guðrún. Steikir stundum Instagram Hún hafi einnig hitt ungt sjálfstæðisfólk á Selfossi og í Vestmannaeyjum, og hún fyndi ekki annað en að hún ætti góða tengingu við ungt fólk. „Rétt eins og eldra fólk og alla þar á milli. Ég er í miðjunni, ég er eiginlega í miðjunni á æviskeiðinu þannig að ég get tengt mjög vel við eldri kynslóðina. En ég á líka börn.“ Guðrún sagði að tvítugur sonur hennar hefði oft bent henni á að hún væri að „steikja Instagrammið“ með því að deila allt of mörgum myndum, að sið miðaldra fólks. „Hann er líka að kenna mér. Hann hefur reynt að kenna mér á TikTok, og ég er ekki góð í því. En ég er umvafin ungu fólki frá morgni til kvölds. Ég á líka barnabörn og ég á von á tveimur barnabörnum. Ég er í þessari vinnu fyrir þau, fyrir ungu kynslóðina, börnin mín og barnabörnin, og alla hina. Að gera Ísland að framúrskarandi landi til búsetu,“ sagði Guðrún. Þáttinn í heild sinni, sem og stutta klippu þar sem frambjóðendur spurðu sinna spurninga, má finna í spilurum ofar í fréttinni.
Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira