Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Jón Þór Stefánsson skrifar 23. febrúar 2025 11:38 Bergljót lenti í stympingum við annan ræningjann. Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur var við störf í Austurbæjar Apóteki í Kópavogi síðastliðinn föstudagsmorgun, milli tíu og ellefu, þegar tvímenningar, líklega karl og kona, ruddust inn með byssu og piparúða og ætluðu að fremja rán. „Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan: Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Ég var reyndar bara mjög slök. Ég var bara hissa. Þau voru bæði með mótorhjólahjálma, og hún var með byssu og mace,“ segir Bergljót í samtali við fréttastofu. „Ég lendi í stympingum við hana, því ég ætlaði að ná í neyðarhnappinn, en þau vildu ekki peninga, heldur bara ADHD-lyf. Ég tókst bara á við hana, stympaðist við hana, þó hún væri með byssu og mace. Ég veit að maður á ekki að gera það, en ég bara gerði það bara samt.“ Tvímenningarnir fóru tómhentir á brott á rafhlaupahjóli. Bergljótu tókst síðan að ná í neyðarhnappinn og tókst í kjölfarið að fæla ræningjana frá. „Þegar ég var búinn að ýta á hnappinn öskraði ég hátt og snjallt nokkrum sinnum: „Löggan er að koma! Löggan er að koma!“ Og þá ruku þau út,“ Parið fór af vettvangi á rafhlaupahjóli og hafði ekkert upp úr krafsinu. Að sögn Bergljótar er lögreglan með góða lýsingu á þeim. Þú segir að þú hafir verið alveg sultuslök. Hvernig tókst þér það í þessum óhugnanlegu aðstæðum? „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað. Ég var ekkert hrædd, en hinar samstarfskonur mínar voru alveg skíthræddar, voru alveg skjálfandi eftir á.“ Bergljót hefur rekið Austurbæjar Apótek síðan 2011, og verið apótekari mun lengur, eða í um þrjátíu ár. Hún segist ekki hafa lent í atviki líkt og þessu áður. Hún hefur sagt við starfsfólk sitt að það megi búast við því að lenda í svona löguðu á fimm til tíu ára fresti, en það hefur áður verið brotist inn, en þá var ekki um að ræða vopnað rán. Fréttin hefur verið uppfærð með myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan:
Kópavogur Lögreglumál Lyf ADHD Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira