„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:49 Einar Þorsteinsson hló að meirihlutasáttmála nýs meirihluta og er strax farinn að tala eins og borgarfulltrúi í minnihluta. Hann segir sáttmála nýs meirihluta mikil vonbrigði og þjóni baklandi flokkanna frekar en borgarbúum. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira