Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 14:55 Jeffrey Ferguson segir nú að um slysaskot hafi verið að ræða, þegar hann skaut eiginkonu sína til bana. AP/Frederick M. Brown. Bandarískur dómari tók upp skammbyssu sem hann bar í hulstri á ökkla og skaut eiginkonu sína til bana. Þau höfðu þá rifist um fjármál á meðan þau horfðu á sjónvarpið. Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Þetta segja saksóknarar í suðurhluta Kaliforníu en í dómsal í gær var því haldið fram að rifrildið hefði byrjað á veitingastað þann 3. ágúst 2023. Jeffrey Ferguson (74) hafði verið að drekka en þegar þau fóru heim og horfðu á Breaking Bad með fullorðnum syni þeirra, skaut Sheryl eiginkonu sína. Hann hefur gengist við því að hafa skotið Sheryl en segir það hafa verið slys. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að á upptökum úr vestismyndavélum lögregluþjóna, sem sýndar voru í dómsal, hafi mátt heyra Ferguson játa að hafa skotið eiginkonu sína og kallaði hann eftir því að verða fundinn sekur um morð. Þar að auki sendi hann aðstoðarmanni sínum skilaboð þar sem hann sagði: „Ég bara missti það. Ég var að skjóta konuna mína. Ég mæti ekki á morgun. Ég verð í haldi. Ég er miður mín.“ Fundu 47 byssur og 26 þúsund skot Á áðurnefndum myndböndum heyrist Ferguson einnig blóta og spyrja hvort Sheryl sé enn á lífi. Hann sagði einnig að sonur þeirra og allir aðrir myndu hata hann og að hann hefði aldrei ímyndað sér að hann myndi enda eins og glæpamennirnir sem hann hefði sótt til saka á árum áður, sem saksóknari. Lögregluþjónar fundu 47 byssur, þar á meðal þá sem hann notaði til að skjóta konuna, og rúmlega 26 þúsund byssuskot á heimili þeirra. Phillip, sonur þeirra, sagði í dómsal að hann hefði lært af föður sínum hvernig ætti að meðhöndla skotvopn, þar á meðal var sú regla að beina byssu alltaf í örugga átt. Hann sagði að eftir skotið hefði hann þvingað föður sinn til að láta hann fá byssuna og svo hringt á neyðarlínuna. Hann reyndi svo að blása lífi í móður sína en án árangurs. Handtekinn aftur vegna drykkju Ferguson var upprunalega sleppt gegn milljón dala tryggingu en handtekinn aftur í fyrra eftir að dómari komst að því að Ferguson hefði drukkið áfengi, sem stríddi gegn þeim skilmálum sem hann samþykkti þegar honum var sleppt. Honum var svo aftur sleppt gegn tveggja milljóna tryggingu. Ferguson hefur verið kjörinn dómari í Orange-sýslu í um áratug. Hann hefur ekki sest dómarabekk eftir að hann var handtekinn en fær enn laun.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira