Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 13:30 Inga Sæland virðist síður njóta trausts en aðrir ráðherrar. Vísir/Vilhelm Þriðjungur þjóðarinnar hefur minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrunum ellefu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað væntingar varðar. Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Maskínu, sem framkvæmd var dagana 12. til 17. febrúar. Sams konar könnun var framkvæmd við upphaf síðasta kjörtímabils. Þá hafði þjóðin mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar en minnstar til Jóns Gunnarssonar. Mestar væntingar til Samfylkingarinnar 1.511 manns úr þjóðhópi, sem dreginn var með tilviljun úr Þjóðskrá, svöruðu tveimur spurningum, annars vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði mestar væntingar til og hins vegar til hvaða ráðherra svarandi hefði minnstar væntingar til. Langflestir sögðust hafa mestar væntingar til Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra, 36,7 prósent. Næstmestar væntingar hefur þjóðin til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, 11,7 prósent, og þriðju mestu til Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra, 11,2 prósent. Maskína Samantekið hafa 54,8 prósent mestar væntingar til ráðherra Samfylkingarinnar, 30,2 prósent til ráðherra Viðreisnar og 15,1 prósent til ráðherra Samfylkingarinnar. Skiptar skoðanir á Ingu Athygli vekur að langflestir segjast minnstar væntingar hafa til Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, 33,1 prósent, og næst á eftir henni eru hinir tveir ráðherrar Flokks fólksins. 12,5 prósent segjast hafa minnstar væntingar til Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og 12,3 prósent til Eyjólfs Ármannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Maskína Þrátt fyrir að Inga sé efst á blaði yfir þá ráðherra sem fólk hefur minnstar væntingar til er hún í fjórða sæti yfir þá ráðherra sem fólk hefur mestar væntingar til. Slétt tíu prósent segjast mestar væntingar hafa til Ingu. Eins og gefur að skilja miðað við efstu þrjú sætin á listanum hér að ofan segjast langsamlega flestir hafa minnstar væntingar til ráðherra Flokks fólksins eða 58 prósent. 29,1 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Samfylkingar og aðeins 12,9 prósent segjast minnstar væntingar hafa til ráðherra Viðreisnar. Maskína
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Skoðanakannanir Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira