Væntingar til Willums dvínuðu eftir fyrstu aðgerðir hans Heimir Már Pétursson skrifar 31. desember 2021 12:01 Almenningur hefur mestar væntingar til Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þótt þær dvínuðu eftir að hann kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar hinn 22. desember. Væntingar til fyrrverandi heilbrigðisráðherra dvínuðu einnig eftir að aðgerðirnar voru kynntar. Vísir/Vilhelm Landsmenn höfðu mestar væntingar til nýs heilbrigðisráðherra af öllum ráðherrum ríkisstjórnarinnar áður en hann greip til fyrstu sóttvarnaaðgerða sinna. Væntingarnar minnkuðu mikið eftir það. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra bar höfuð og herðar yfir aðra ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur framan af þegar spurt var um væntingar til ráðherra, samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna sem gerð var dagana 15. til 28. desember. 35,8 prósent sögðust bera mestar væntingar til Willums, tæplega tuttugu prósent til Ásmundar Einars Daðasonar og forsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir var í þriðja sæti með 13,2 prósent. Aðrir ráðherrar voru með væntingar í eins stafs tölu. Jón Gunnarsson var hins vegar á botninum því tæplega þrjátíu prósent sögðust bera minnstar væntingar til hans, 16,3 prósent báru minnstar væntingar til Bjarna Benediktssonar og tæplega sautján prósent til Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Staðan breyttist hins vegar eftir 22. desember þegar Willum Þór Þórsson kynnti fyrstu sóttvarnaaðgerðir sínar. Eftir það báru nítján prósent mestar væntingar til hans en Ásmundur Einar skaust upp væntingaskalann í 30,5 prósent. Katrín Jakbosdóttir var áfram á svipuðum slóðum með tæp þrettán prósent og aðrir í eins stafs tölum. Staða Jóns Gunnarssonar með minnstar væntingar skánaði aðeins því eftir aðgerðirnar sögðust um 25 prósent bera minnstar væntingar til hans, Svandís Svavarsdóttir fer í annað sæti minnstra væntinga og Áslaug Arna í það þriðja.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01 240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
Ný ríkisstjórn stefnulaus á mikilvægum tímum Fyrstu fjárlög kjörtímabilsins eru orðin að merkisbera ríkisstjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna. Efni þeirra er að mestu leyti óbreytt frá síðustu fjárlögum. Í þeim eru engin svör að finna við vandamálum í ríkisrekstri. Fátækt fólk er skilið eftir eina ferðina enn. 31. desember 2021 10:01
240 milljónir fóru í ráðherrabílana Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. 30. desember 2021 13:01
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. 21. desember 2021 19:20