Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2025 15:23 Guðrún Hafsteinsdóttir er nú á fundarferð um landið og var hætt komin þegar hún var stödd á þorrablóti þar sem upp kom matareitrun. En hún virðist hafa sloppið steinsmuguna sem alla jafna fylgir slíkum veikindum. vísir/vilhelm Fram hefur komið að matareitrun hafi gert vart við sig á Þorrablóti Jökuldælinga, Hlíðar- og Tungumanna í Brúarásskóla fyrir austan. Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður og frambjóðandi til oddvita Sjálfstæðismanna, var stödd á blótinu. Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi. Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Sigvaldi H. Ragnarsson bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal var í þorrablótsnefndinni og hann segist við góða heilsu: „Ég þurfti ekkert að jafna mig. Borðaði bara íslenskan súrmat og er aldrei betri í maganum en nú.“ Hraust svín þolir allt, eins og segir í Góða dátanum? „Jájá,“ segir Sigvaldi og kímir. „En maturinn var fenginn að og þegar við fórum að fá grunsemdir um að það hafi hugsanlega komið upp matareitrun, sem var í hádeginu næsta dag. Þá kölluðum við til heilbrigðiseftirlitið.“ Eins og Vísir hefur sagt af er Heilbrigðiseftirlit Austurlands nú með sýnin til skoðunar og kemur varla út úr því fyrr en seinna í vikunni. Þar kemur einnig fram að þetta hafi verið kröftugt kveisa en tók skjótt af. Um 260 sóttu blótið en um 30 hafa verið staðfestir smitaðir. „Þetta eru snörp veikindi. Yfirleitt niðurgangur. En flestir sem veiktust voru búin að jafna sig um hádegi í gær,“ segir Lára Guðmundsdóttir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í samtali við Vísi. Sigvaldi H. Ragnarsson er í þorrablótsnefndinni og hann styður Guðrúnu í formannsslagnum.aðsend Vísir hefur reynt að ná tali af Guðrúnu Hafsteinsdóttur frambjóðanda en án árangurs. Sigvaldi staðfestir hins vegar að Guðrún hafi verið á blótinu. „Jújú, hún var þarna stödd. Ég mætti á fund hjá henni klukkan 11 daginn eftir. Hún var á þeim fundi og hélt svo áfram sinni fundarferð. Og bar mikið lof á þorrablótið. Þannig að hún var uppistandandi.“ Sigvalda þykir sú samsæriskenning kostuleg, að mótframbjóðandi hennar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hafi haft eitthvað með eitrunina að gera, en sú kenning hefur flogið fyrir í flimtingum manna á milli. „Nei, það held ég að fái ekki staðist. Þær voru reyndar saman á fundi fyrr um daginn en þá fór vel á með þeim. Enda bera þær lof hvor á aðra. Ég held að það sé meiri hasar í baklöndum,“ segir Sigvaldi.
Múlaþing Sjálfstæðisflokkurinn Þorrablót Matarást Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34 Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00 Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. 11. febrúar 2025 18:34
Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn. 13. febrúar 2025 23:00
Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi. 12. febrúar 2025 23:29