Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 18:34 Hefðbundinn þorramatur var í boði á þorrablótunum. Wikipedia Commons Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST. Þar kemur fram að háar heildargerlatökur úr sýnum gefi til kynna að matvælin hafi staðið í töluverðan tíma án viðunandi kælingar og að kælikeðja matvælanna hafi rofnað. Rannsókn bendi til þess að þessu hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni sem sá um matinn á þorrablótunum tveimur. Alvarlegt frávik hjá veisluþjónustunni Þar kemur einnig fram að við fyrstu eftirlitsheimsókn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í Veisluþjónustu Suðurlands hafi verið skráð alvarlegt frávik þar sem starfsemin var án starfsleyfis. Þá var aðstaða til handþvotta einnig ófullnægjandi í eldhúsi. Heilbrigðiseftirlitið fór yfir verkferla með veisluþjónustunni og mun fylgja eftir að úrbætur verði gerðar. Í tilkynningu MAST segir að stýrihópur sóttvarnalæknis vinni enn úr gögnum sem tengjast rannsókn málsins en lokaniðurstaða verði birt í skýrslu hópsins á næstunni. Rannsóknin snýr að veikindum 140 einstaklinga, 67 í Grímsnesi og 73 frá Þorlákshöfn, á þorrblótum föstudagskvöldið 31. janúar og laugardagskvöld 1. febrúar. Einkenni voru fyrst og fremst niðurgangur og kviðverkir en hluti tilkynnti einnig um ógleði, uppköst og hita. Í tilkynningu segir að saursýni hafi verið fengin frá nokkrum einstaklingum sem veiktust til að reyna að greina orsakavald og einnig hafi verið tekin sýni til rannsókna úr matvælum sem voru á boðstólum á þorrablótunum. Bæði voru tekin sýni úr afgöngum og einnig úr matvælum sem enn voru í lokuðum, órofnum umbúðum frá framleiðanda. Matvælin stóðu í töluverðan tíma án kælingar Niðurstöður þessara rannsókna bendi til þess að orsakavaldur sýkingarinnar geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. Niðurstöður sýnatöku leiddu í ljós að svínasulta og sviðasulta af hlaðborðunum voru mengaðar af bakteríunni Bacillus cereus og svínasultan að auki af E. coli. Háar heildargerlatölur bendi til þess að matvælin hafi staðið í töluverðan tíma án viðunandi kælingar, sem hafi gefið bakteríunum færi á að fjölga sér. Samkvæmt tilkynningu MAST leiddi greining á sýnum úr sviðasultu og svínasultu úr órofnum umbúðum frá framleiðendum hins vegar í ljós að varan sjálf var án mengunar. Því virðist sem kælikeðja matvælanna hafi rofnað. Með kælikeðju er átt við kerfi sem tryggir viðeigandi geymslu, flutning og meðhöndlun vara sem eru viðkvæmar fyrir hitabreytingum. Þessar niðurstöður benda til að meðferð matvælanna hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni. Þá kemur fram að í mörgum tilkynningum hafi fólk nefnt að grunur beindist að kartöflum og uppstúfi sem orsakavaldi en ekki náðist að taka sýni af þeim matvælum þar sem afgangar voru ekki til staðar. Krosssmit getur orðið á milli matvæla og ekki liggur ljóst fyrir hvar gerlarnir áttu upptök sín. Ekki sami E.coli stofn og á Mánagarði Í tilkynningu MAST kemur jafnframt fram að E. coli-stofn sem geti valdið iðrasýkingum hafi greinst í þeim saursýnum sem fengust til rannsókna. Bacillus cereus getur myndað eitur í matvælunum og eitrið veldur einkennum matareitrunar, sé það innbyrt. Ekki hafi verið unnt að leita að eitrinu í saursýnunum og því ekki hægt að segja með vissu hver orsakavaldurinn er. Ekki greindist nóróveira í sýnunum. Að gefnu tilefni er tekið fram að til eru margir mismunandi stofnar E. coli og er hér um annan stofn að ræða en þann sem greindist í hópsýkingu á leikskólanum Mánagarði á síðasta ári. „Stýrihópur um rannsókn hópsýkingarinnar vill árétta að hlaðborðum fylgir áhætta. Algengar orsakir matarborinna sjúkdóma eru skortur á hreinlæti við meðferð matvæla og rangt hitastig sem getur orðið til þess að örverur ná sér á strik í matvælum. Heitur matur á að vera við 60 °C að lágmarki. Matvæli sem bera á fram kæld skal geyma í kæli (0-4 °C) þar til kemur að framreiðslu. Mikilvægt er að undirbúningsaðstaða sé fullnægjandi, að gott innra eftirlit sé til staðar og að handþvottaaðstaða sé viðunandi. Reglulega þarf að skipta um áhöld og ekki má endurnýta matvæli sem hafa verið frammi á borðum.“ Þorrablót Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Matur Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST. Þar kemur fram að háar heildargerlatökur úr sýnum gefi til kynna að matvælin hafi staðið í töluverðan tíma án viðunandi kælingar og að kælikeðja matvælanna hafi rofnað. Rannsókn bendi til þess að þessu hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni sem sá um matinn á þorrablótunum tveimur. Alvarlegt frávik hjá veisluþjónustunni Þar kemur einnig fram að við fyrstu eftirlitsheimsókn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands í Veisluþjónustu Suðurlands hafi verið skráð alvarlegt frávik þar sem starfsemin var án starfsleyfis. Þá var aðstaða til handþvotta einnig ófullnægjandi í eldhúsi. Heilbrigðiseftirlitið fór yfir verkferla með veisluþjónustunni og mun fylgja eftir að úrbætur verði gerðar. Í tilkynningu MAST segir að stýrihópur sóttvarnalæknis vinni enn úr gögnum sem tengjast rannsókn málsins en lokaniðurstaða verði birt í skýrslu hópsins á næstunni. Rannsóknin snýr að veikindum 140 einstaklinga, 67 í Grímsnesi og 73 frá Þorlákshöfn, á þorrblótum föstudagskvöldið 31. janúar og laugardagskvöld 1. febrúar. Einkenni voru fyrst og fremst niðurgangur og kviðverkir en hluti tilkynnti einnig um ógleði, uppköst og hita. Í tilkynningu segir að saursýni hafi verið fengin frá nokkrum einstaklingum sem veiktust til að reyna að greina orsakavald og einnig hafi verið tekin sýni til rannsókna úr matvælum sem voru á boðstólum á þorrablótunum. Bæði voru tekin sýni úr afgöngum og einnig úr matvælum sem enn voru í lokuðum, órofnum umbúðum frá framleiðanda. Matvælin stóðu í töluverðan tíma án kælingar Niðurstöður þessara rannsókna bendi til þess að orsakavaldur sýkingarinnar geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur. Niðurstöður sýnatöku leiddu í ljós að svínasulta og sviðasulta af hlaðborðunum voru mengaðar af bakteríunni Bacillus cereus og svínasultan að auki af E. coli. Háar heildargerlatölur bendi til þess að matvælin hafi staðið í töluverðan tíma án viðunandi kælingar, sem hafi gefið bakteríunum færi á að fjölga sér. Samkvæmt tilkynningu MAST leiddi greining á sýnum úr sviðasultu og svínasultu úr órofnum umbúðum frá framleiðendum hins vegar í ljós að varan sjálf var án mengunar. Því virðist sem kælikeðja matvælanna hafi rofnað. Með kælikeðju er átt við kerfi sem tryggir viðeigandi geymslu, flutning og meðhöndlun vara sem eru viðkvæmar fyrir hitabreytingum. Þessar niðurstöður benda til að meðferð matvælanna hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni. Þá kemur fram að í mörgum tilkynningum hafi fólk nefnt að grunur beindist að kartöflum og uppstúfi sem orsakavaldi en ekki náðist að taka sýni af þeim matvælum þar sem afgangar voru ekki til staðar. Krosssmit getur orðið á milli matvæla og ekki liggur ljóst fyrir hvar gerlarnir áttu upptök sín. Ekki sami E.coli stofn og á Mánagarði Í tilkynningu MAST kemur jafnframt fram að E. coli-stofn sem geti valdið iðrasýkingum hafi greinst í þeim saursýnum sem fengust til rannsókna. Bacillus cereus getur myndað eitur í matvælunum og eitrið veldur einkennum matareitrunar, sé það innbyrt. Ekki hafi verið unnt að leita að eitrinu í saursýnunum og því ekki hægt að segja með vissu hver orsakavaldurinn er. Ekki greindist nóróveira í sýnunum. Að gefnu tilefni er tekið fram að til eru margir mismunandi stofnar E. coli og er hér um annan stofn að ræða en þann sem greindist í hópsýkingu á leikskólanum Mánagarði á síðasta ári. „Stýrihópur um rannsókn hópsýkingarinnar vill árétta að hlaðborðum fylgir áhætta. Algengar orsakir matarborinna sjúkdóma eru skortur á hreinlæti við meðferð matvæla og rangt hitastig sem getur orðið til þess að örverur ná sér á strik í matvælum. Heitur matur á að vera við 60 °C að lágmarki. Matvæli sem bera á fram kæld skal geyma í kæli (0-4 °C) þar til kemur að framreiðslu. Mikilvægt er að undirbúningsaðstaða sé fullnægjandi, að gott innra eftirlit sé til staðar og að handþvottaaðstaða sé viðunandi. Reglulega þarf að skipta um áhöld og ekki má endurnýta matvæli sem hafa verið frammi á borðum.“
Þorrablót Ölfus Grímsnes- og Grafningshreppur Matur Þorramatur Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira