„Þetta var alveg pínu óþægilegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2025 11:31 Eggert Aron Guðmundsson hefur leikið með yngri landsliðum Íslands síðustu ár. Getty/Seb Daly Eggerti Aroni Guðmundssyni brá heldur betur þegar hann lenti í Málaga á Spáni og norskir blaðamenn tóku á móti honum. Eggert skrifaði undir við Brann um helgina. Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Norski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður félagsins á laugardaginn. Hann samdi til ársins 2028 og mun leika þar undir stjórn Freys Alexanderssonar. Eggert kemur til Brann frá sænska liðinu Elfsborg þar sem tækifærin voru af skornum skammti en hann var á mála hjá félaginu allt síðasta tímabil, hann kom við sögu í sjö deildarleikjum þar og skoraði eitt mark. „Þetta var alveg pínu óþægilegt en þetta er svona í Bergen þar sem Brann er,“ segir Eggert um móttökurnar sem hann fékk á vellinum í Málaga. „Stuðningsmennirnir eru bara trylltir þarna og maður verður bara í toppmálum.“ Brann hafnaði í 2. sæti í norsku deildinni á síðasta tímabili en liðið leikur sína heimaleiki í Bergen þar sem allt hreinlega snýst um fótboltaliðið Brann. Fimm blaðamenn í kringum þá á Spáni „Þar eru tveir fjölmiðlar í mikilli samkeppni og hérna eru fimm blaðamenn sem eru í fullu starfi hér á Spáni næstu vikurnar,“ segir Eggert og bætir við að hann hafi verið við það að koma sér vel fyrir í Svíþjóð. „Ég var byrjaður að gera tilkall í byrjunarliðið og þetta leit alveg vel út og það var erfitt að fara frá Elfsborg þar sem mér leið mjög vel, þrátt fyrir að hafa ekki beint slegið í gegn. Þetta var geggjaður tími og ég tók þátt í Evrópukeppni, eitthvað sem hafði aldrei áður gert.“ En spilaði Freyr Alexandersson stóra rullu í því að Eggert valdi Brann? „Þegar Brann kemur var það strax mjög spennandi og þetta er lið sem er búið að vera í öðru sæti núna tvö tímabil í röð sem er mjög sterkt og er vonandi að fara í Evrópudeildina. Freyr spilar klárlega þátt í þessari ákvörðun en Brann út af fyrir sig er bara geðveikt.“ Hér að neðan má sjá viðtal við Eggert úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Norski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira