Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2025 10:12 Jón Pétur Zimsen er fyrrverandi skólastjóri en situr nú á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. Börnin séu skilin eftir án málsvara og ábyrgðarskortur kerfisins sé fyrirsjáanlegur, en með öllu óviðunandi. Jón Pétur kallar eftir tafarlausum aðgerðum, skýrri ábyrgð og breytingum innan embættismannakerfisins. Hann brýnir einnig að menningarmunur megi ekki verða til þess að fólk forðist umræðuna. Þetta kemur fram í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein pæling. Vel þekkt að borgin sópi vandamálum undir teppið Jón Pétur segist hafa rætt við föður sem steig fram og lýsti stöðunni í Breiðholtsskóla nú fyrir skömmu. „Ég hitti þennan mann þannig að ég þekki til sögunnar. Þetta hefur verið að ágerast samkvæmt þeim í mörg ár. Og viðbrögðin frá borginni eru, finnst mér, þekkt. Ég kannast mjög vel við þau. Þau sópa undir teppið og klæða þetta í einhvern búning eins og þetta sé í vinnslu og ferlar séu í gangi. Sem skila sjaldnast nokkru.“ Jón Pétur bendir á að alvarleg agavandamál dragi úr gæðum menntunar og komi jafnvel í veg fyrir hana. „Miðað við það sem maður heyrir frá Breiðholtinu, virðist þetta hafa haft áhrif á nám þarna í einhver ár,“ segir hann. Börn ekki í forgangi hjá skólayfirvöldum Jón Pétur gagnrýnir ábyrgðarleysi í málinu og segir óásættanlegt að enginn axli raunverulega ábyrgð á stöðunni. „Það hlýtur einhver sem fær laun einhvers staðar að bera ábyrgð. Við getum ekki dreift ábyrgðinni þannig að það séu 20 manns sem bera 5% ábyrgð,“ segir Jón Pétur og bendir á að í tilfelli Breiðholtsskóla sé vandinn svo viðvarandi að ekki geti verið um misskilning að ræða. Hann segir börnin í skólanum verða fyrir barðinu á þessu skeytingarleysi og líkir stöðunni við það að þau séu skilin eftir án leiðsagnar og verndar. „Þau eru ekki í framsætinu, ekki í aftursætinu – þau eru í opinni kerru, einhverstaðar lengst aftast í bílnum. Þetta er birtingarmynd skeytingarleysis gagnvart börnum. Og þetta er algjörlega óþolandi.“ Hvar er skólastjórinn? Jón Pétur bendir á að skólastjórinn sjálfur hafi ekki tjáð sig um málið og spyr hvers vegna hann taki ekki af skarið. Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla, er í námsleyfi. Starfandi skólastjóri heitir Ásta Karen Rafnsdóttir en vildi síðast í gær ekki ræða stöðuna í skólanum við fréttastofu. Var vísað á Stein Jóhannsson sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í borginni. „Hvar er skólastjórinn í þessu máli? Það er talað við aðstoðarskólastjórann hægri vinstri. Skólastjórinn ber ábyrgð. Hann er samkvæmt lögum ábyrgur fyrir skólanum. En það heyrist ekki múkk frá honum,“ segir hann. Jón Pétur segir að ef slíkt ástand hefði skapast í skóla sem hann starfaði í, hefði hann sjálfur tekið málið föstum tökum. Jón Pétur starfaði um árabil sem skólastjóri í Réttarholtsskóla og síðar Melaskóla. „Ef þetta hefði gerst í skóla sem ég starfaði í, myndi ég standa í því að koma þessu máli til betri vegar. Þetta er ekki boðlegt fyrir foreldrana í Breiðholti.“ Menningarmunur megi ekki skapa ótta við umræður Jón Pétur segir að íslenskt samfélag verði að ræða þessi mál af hreinskilni og án ótta. Hann telur að ótti við að verða stimplaður fordómafullur hafi gert umræðuna erfiðari. „Þú sérð bara, þegar fólk talar um þetta, og þorir ekki að stíga inn í þá umræðu út af einhverjum stimplum, hvernig er þá andinn í samfélaginu? Ef að fólk er hrætt við það?“ Hann leggur áherslu á snemmtækt inngrip og að tölfræðigreining sé lykilinn að því að bæta skólana. „Við þurfum að skoða hvað hefur gengið vel annars staðar. Það er alveg hægt að gera þetta, en það er bara enginn áhugi á því að skoða þau dæmi þar sem gengið hefur vel.“ Evrópa er víti til varnaðar Jón Pétur bendir á að reynsla annarra landa sýni hversu mikilvæg rétt stefna í aðlögun er. „Það má ekki myndast kjarni barna sem nær völdum innan skólans. Hvaða börn eru líklegust til þess að sýna hegðun sem er ekki góð? Það eru börn sem finnst þau ekki tilheyra. Þessir krakkar þurfa á ofboðslega miklum stuðningi að halda.“ Hann varar við því að Ísland fari sömu leið og lönd þar sem aðlögun hefur mistekist. „Svíþjóð, þar eru bara heilu hverfin undirlögð þar sem fólk leggur ekki í að fara inn í þau. Við megum ekki fara þessa leið. Gerum þetta vel. Tökum við þeim sem við ráðum við og gerum vel. Það er enginn greiði gerður með hinu.“ Varar við hröðum menningarbreytingum Jón Pétur segir að það sé auðvelt að mála sig upp sem góða manneskju ef að einhver annar þarf að takast á við erfiðin sem því geta fylgt. Hann segir mikilvægt að undirbúa innviði áður en farið sé í að taka á móti of mörgu fólki. Eðli málsins samkvæmt sé erfiðara að taka við fólki frá afar ólíkum menningarheimum heldur en þeim sem séu líkari. „Það er rosalega auðvelt að vera góður og segja „komið, komið“ og láta svo einhvern annan sinna því. Við verðum að sinna þeim frá a-ö þannig að þetta sé vel gert. Það er erfiðara að sameina ólíka menningarheima heldur en líka menningarheima. En við ættum að geta í flestum tilfellum náð árangri með þetta. Og þá þurfum við að mæla þetta. Skoðum skóla þar sem þetta gengur vel.“ Hann nefnir að Evrópa sé komin á afar slæman stað í þessum efnum eins og dæmin hafa sýnt. „Við höfum vítin til að varast. Evrópa er á vondum stað. Svíþjóð, þar eru bara heilu hverfin undirlögð þar sem fólk leggur ekki að fara inn í hverfin. Og ég held innst inni sé þetta líka bara ótti hjá fólki. Við verðum að hafa þetta þannig að allar breytingar á samfélaginu, breytist nægilega hægt, þannig að allir séu eins sáttir við það og hægt er, þannig að okkur líður vel,“ segir Jón Pétur. Fullt af fólki komi hingað til lands með nýja menningu og bæti samfélagið. „Ekki fara þessa leið Íslendingar, gerum þetta vel. Tökum við þeim sem við ráðum við og gerum vel. Það er enginn greiði gerður með hinu.“ Krefst tafarlausra aðgerða Jón Pétur kallar eftir tafarlausum aðgerðum og skýrari ábyrgð innan skólakerfisins. Hann telur að ekki megi leyfa stöðunni að þróast áfram án þess að brugðist sé við. Hann segir að til að það gerist þurfi að skoða hvort að breyta þurfi skipulagi innan embættismannakerfisins: „Það þarf að skoða hvort að það þurfi að skipta fólki út. Það má alveg skipta fólki út innan embættismannakerfisins ef það stendur sig ekki.“ Grunnskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Börnin séu skilin eftir án málsvara og ábyrgðarskortur kerfisins sé fyrirsjáanlegur, en með öllu óviðunandi. Jón Pétur kallar eftir tafarlausum aðgerðum, skýrri ábyrgð og breytingum innan embættismannakerfisins. Hann brýnir einnig að menningarmunur megi ekki verða til þess að fólk forðist umræðuna. Þetta kemur fram í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein pæling. Vel þekkt að borgin sópi vandamálum undir teppið Jón Pétur segist hafa rætt við föður sem steig fram og lýsti stöðunni í Breiðholtsskóla nú fyrir skömmu. „Ég hitti þennan mann þannig að ég þekki til sögunnar. Þetta hefur verið að ágerast samkvæmt þeim í mörg ár. Og viðbrögðin frá borginni eru, finnst mér, þekkt. Ég kannast mjög vel við þau. Þau sópa undir teppið og klæða þetta í einhvern búning eins og þetta sé í vinnslu og ferlar séu í gangi. Sem skila sjaldnast nokkru.“ Jón Pétur bendir á að alvarleg agavandamál dragi úr gæðum menntunar og komi jafnvel í veg fyrir hana. „Miðað við það sem maður heyrir frá Breiðholtinu, virðist þetta hafa haft áhrif á nám þarna í einhver ár,“ segir hann. Börn ekki í forgangi hjá skólayfirvöldum Jón Pétur gagnrýnir ábyrgðarleysi í málinu og segir óásættanlegt að enginn axli raunverulega ábyrgð á stöðunni. „Það hlýtur einhver sem fær laun einhvers staðar að bera ábyrgð. Við getum ekki dreift ábyrgðinni þannig að það séu 20 manns sem bera 5% ábyrgð,“ segir Jón Pétur og bendir á að í tilfelli Breiðholtsskóla sé vandinn svo viðvarandi að ekki geti verið um misskilning að ræða. Hann segir börnin í skólanum verða fyrir barðinu á þessu skeytingarleysi og líkir stöðunni við það að þau séu skilin eftir án leiðsagnar og verndar. „Þau eru ekki í framsætinu, ekki í aftursætinu – þau eru í opinni kerru, einhverstaðar lengst aftast í bílnum. Þetta er birtingarmynd skeytingarleysis gagnvart börnum. Og þetta er algjörlega óþolandi.“ Hvar er skólastjórinn? Jón Pétur bendir á að skólastjórinn sjálfur hafi ekki tjáð sig um málið og spyr hvers vegna hann taki ekki af skarið. Ásta Bjarney Elíasdóttir, skólastjóri Breiðholtsskóla, er í námsleyfi. Starfandi skólastjóri heitir Ásta Karen Rafnsdóttir en vildi síðast í gær ekki ræða stöðuna í skólanum við fréttastofu. Var vísað á Stein Jóhannsson sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs í borginni. „Hvar er skólastjórinn í þessu máli? Það er talað við aðstoðarskólastjórann hægri vinstri. Skólastjórinn ber ábyrgð. Hann er samkvæmt lögum ábyrgur fyrir skólanum. En það heyrist ekki múkk frá honum,“ segir hann. Jón Pétur segir að ef slíkt ástand hefði skapast í skóla sem hann starfaði í, hefði hann sjálfur tekið málið föstum tökum. Jón Pétur starfaði um árabil sem skólastjóri í Réttarholtsskóla og síðar Melaskóla. „Ef þetta hefði gerst í skóla sem ég starfaði í, myndi ég standa í því að koma þessu máli til betri vegar. Þetta er ekki boðlegt fyrir foreldrana í Breiðholti.“ Menningarmunur megi ekki skapa ótta við umræður Jón Pétur segir að íslenskt samfélag verði að ræða þessi mál af hreinskilni og án ótta. Hann telur að ótti við að verða stimplaður fordómafullur hafi gert umræðuna erfiðari. „Þú sérð bara, þegar fólk talar um þetta, og þorir ekki að stíga inn í þá umræðu út af einhverjum stimplum, hvernig er þá andinn í samfélaginu? Ef að fólk er hrætt við það?“ Hann leggur áherslu á snemmtækt inngrip og að tölfræðigreining sé lykilinn að því að bæta skólana. „Við þurfum að skoða hvað hefur gengið vel annars staðar. Það er alveg hægt að gera þetta, en það er bara enginn áhugi á því að skoða þau dæmi þar sem gengið hefur vel.“ Evrópa er víti til varnaðar Jón Pétur bendir á að reynsla annarra landa sýni hversu mikilvæg rétt stefna í aðlögun er. „Það má ekki myndast kjarni barna sem nær völdum innan skólans. Hvaða börn eru líklegust til þess að sýna hegðun sem er ekki góð? Það eru börn sem finnst þau ekki tilheyra. Þessir krakkar þurfa á ofboðslega miklum stuðningi að halda.“ Hann varar við því að Ísland fari sömu leið og lönd þar sem aðlögun hefur mistekist. „Svíþjóð, þar eru bara heilu hverfin undirlögð þar sem fólk leggur ekki í að fara inn í þau. Við megum ekki fara þessa leið. Gerum þetta vel. Tökum við þeim sem við ráðum við og gerum vel. Það er enginn greiði gerður með hinu.“ Varar við hröðum menningarbreytingum Jón Pétur segir að það sé auðvelt að mála sig upp sem góða manneskju ef að einhver annar þarf að takast á við erfiðin sem því geta fylgt. Hann segir mikilvægt að undirbúa innviði áður en farið sé í að taka á móti of mörgu fólki. Eðli málsins samkvæmt sé erfiðara að taka við fólki frá afar ólíkum menningarheimum heldur en þeim sem séu líkari. „Það er rosalega auðvelt að vera góður og segja „komið, komið“ og láta svo einhvern annan sinna því. Við verðum að sinna þeim frá a-ö þannig að þetta sé vel gert. Það er erfiðara að sameina ólíka menningarheima heldur en líka menningarheima. En við ættum að geta í flestum tilfellum náð árangri með þetta. Og þá þurfum við að mæla þetta. Skoðum skóla þar sem þetta gengur vel.“ Hann nefnir að Evrópa sé komin á afar slæman stað í þessum efnum eins og dæmin hafa sýnt. „Við höfum vítin til að varast. Evrópa er á vondum stað. Svíþjóð, þar eru bara heilu hverfin undirlögð þar sem fólk leggur ekki að fara inn í hverfin. Og ég held innst inni sé þetta líka bara ótti hjá fólki. Við verðum að hafa þetta þannig að allar breytingar á samfélaginu, breytist nægilega hægt, þannig að allir séu eins sáttir við það og hægt er, þannig að okkur líður vel,“ segir Jón Pétur. Fullt af fólki komi hingað til lands með nýja menningu og bæti samfélagið. „Ekki fara þessa leið Íslendingar, gerum þetta vel. Tökum við þeim sem við ráðum við og gerum vel. Það er enginn greiði gerður með hinu.“ Krefst tafarlausra aðgerða Jón Pétur kallar eftir tafarlausum aðgerðum og skýrari ábyrgð innan skólakerfisins. Hann telur að ekki megi leyfa stöðunni að þróast áfram án þess að brugðist sé við. Hann segir að til að það gerist þurfi að skoða hvort að breyta þurfi skipulagi innan embættismannakerfisins: „Það þarf að skoða hvort að það þurfi að skipta fólki út. Það má alveg skipta fólki út innan embættismannakerfisins ef það stendur sig ekki.“
Grunnskólar Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira