Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:36 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. „Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís. Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
„Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís.
Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira