Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:24 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. „Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira
„Þær fréttir sem ég fékk á föstudaginn á samráðsfundi með sveitarstjórum voru að það eru frekar litlar breytingar,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á morgun verði stjórnarfundur með samninganefnd sveitarfélaga þar sem farið verður yfir nýjustu vendingar í kjaradeilum kennara, ríkis og sveitarfélaga. Verkföll eru boðuð í leik-, grunn- og framhaldsskólum víða um land en þau fyrstu taka gildi á föstudag. Þá fara fimm framhaldsskólar og tónlistarskóli í verkfall. Verkföll í grunnskólum sveitarfélaga Akraneskaupstaðar, Hveragerðisbæjar og Ölfusi hefjast 3. mars ásamt öllum leikskólum í Kópavogsbæ. „Ég verð að treysta því að þau vinni öll að því að ná sátt í þessari deilu við þess mikilvægu starfsstétt sem vinnur hjá sveitarfélögunum við að mennta börnin okkar,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg sagði í byrjun febrúar að kennurum hafi boðist tuttugu prósenta launahækkun en þeir hafi hafnað því. Í staðinn hófst verkfall sem var á endanum dæmt að mestu leiti ólöglegt fyrir Félagsdómi. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarafélags Íslands, sagði alrangt að um tuttugu prósenta launahækkun væri að ræða. Sjá nánar: Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Heiða Björg segir hins vegar að sú tillaga standi enn. „Við vorum tilbúin að ganga að henni sem þýðir yfir tuttugu prósenta launahækkun. Sú tillaga er enn þá til umræðu skilst mér og engin önnur tillaga komin fram,“ segir hún. Hún voni að viðræður þokist áfram. „Það er gríðarlega mikilvægt að leysa þessa deilu,“ segir Heiða Björg.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Sjá meira