„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:02 Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla. Vísir/Bjarni Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira
Samninganefndir framhaldsskólakennara og ríkisins áttu fund með ríkissáttasemjara í dag um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar og stóð hann fram eftir degi. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Grunn, leik- og tónlistarskólakennarar og ríki og sveitarfélög hittust síðast á samningafundi hjá ríkissáttasemjara fyrir viku. Enn hefur enginn formlegur fundur verið boðaður. Verkföll fyrirhugðuð í 31 skóla Takist ekki að semja fyrir föstudaginn 21. febrúar hefjast ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum og tímabundin einum tónlistarskóla. Ef ekki tekst að semja í kjaradeilunni við ríki og sveitarfélög fyrir 3. mars hefjast ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs og tímabundin í fjórum grunnskólum í Ölfusi, Hveragerði og á Akranesi. Þau standa til 21. mars. Ótímabundið verkfall hefur staðið í leikskóla Snæfellsbæjar síðan 1. febrúar. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um frekari verkföll í leikskólum og er búist við niðurstöðu á miðvikudag samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandinu. Fínt ef þau færu að semja Nemendur sem fréttastofa ræddi við í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir yfir mögulegum verkfallsaðgerðum þar. Þeir ræddu um að tafir gætu frestað útskrift og valdið því að önnin dragist um of á langinn. Nemandi vonar að samningar náist fyrir föstudag: Ég held að þetta muni hafa mikil áhrif. Það væri voða fínt ef þau myndu ná að semja þá væru allir ánægðir. Nemendur haldi sínu striki Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari Borgarholtsskóla segir skólann í viðbragðsstöðu vegna yfirvofandi verkfalls. Þegar sé búið að senda tölvupóst á starfsfólk og nemendur. Nemendur séu hvattir til þess að halda áfram að kíkja í kennslubækurnar komi til verkfalls. „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki. Við mælumst með að þau fylgi námsáætlun sem er gefin út í upphafi annar. Ef verkfallið dregst gætum við þurft að kenna eitthvað um helgar og í dymbilvikunni. Önnin gæti dregist fram á vorið,“ segir Ásta. Hún segir að ef verkfallið dragist á langinn geti það haft neikvæð áhrif. „Það er alltaf hætta á brottfalli nemenda. Við vonumst til að þetta leysist sem allra fyrst,“ segir Ásta.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sjá meira