Ragna Árnadóttir hættir á þingi Jakob Bjarnar skrifar 17. febrúar 2025 13:32 Ragna Árnadóttir hefur staðið sig vel sem skrifstofustjóri Alþingis og þarna tekur hún nýja þingmenn í kennslu. vísir/vilhelm Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“ Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ragna sendi bréf til þingmanna og starfsfólks Alþingis þar sem þetta kemur fram: „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019.“ Ragna lætur það fljóta með að þar sem hún láti ekki af fyrr en eftir hálft ár þá sé þetta bréf hennar ekki kveðjupóstur. Fjölbreyttur starfsferill Uppfært 13:55 Landsnet hefur nú sent út tilkynningu þar sem þetta kemur fram og að hún hafi verið valin úr hópi 52 umsækjenda. Þar segir einnig að hún hafi meðal annars verið aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár. „Ragna er lögfræðingur að mennt, með embættispróf í lögfræði frá HáskólaÍslands, auk þess að vera með LL.M. gráðu í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi. Ragna á að baki fjölbreytta starfsreynslu. Hún hefur starfað á skrifstofu Alþingis, skrifstofu Norðurlandaráðs og í ráðuneytum. Þá hefur hún gegnt embætti dóms- og kirkjumálaráðherra og síðar embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra og var aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar í átta ár.Samhliða þessum störfum hefur Ragna gegnt margs konar ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Undanfarin rúm fimm ár hefur Ragna verið skrifstofustjóri Alþingis og leitt breytingarvegferð á skipulagi og rekstri skrifstofu Alþingis.“ Eins og áður sagði tekur Ragna við starfi forstjóra Landsnets 1. ágúst nk. þegar Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri lætur af störfum. Kraftmikil kona stýrir mikilvægu fyrirtæki Í tilkynningunni er vitnað í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, stjórnarformann Landsnets, sem segir það mikið fagnaðarefni að fá Rögnu til liðs við sterkt teymi starfsfólks fyrirtækisins. „Hún hefur sýnt framúrskarandi leiðtogahæfni í störfum sínum og býr yfir margþættri stjórnunarreynslu. Auk þess hefur hún verið farsæll stjórnandi með yfirburðaþekkingu á íslensku samfélagi og orkumálum. Við erum afar ánægð að fá jafn kraftmikla konu og hana til að stýra þessu mikilvæga fyrirtæki og bjóðum hana velkomna til Landsnets.“ Einnig er vitnað í Rögnu sem segir skipta sköpum að fyrirtækinu gangi vel í að byggja upp flutningskerfið til að mæta bæði áskorunum samtímans og framtíðarinnar. „Fyrir mig eru það mikil forréttindi að fá að leiða þetta öfluga teymi hjá Landsneti og leggja með þeim drög að framtíðinni og frekari árangri sem stuðlar að bættum lífsgæðum þjóðarinnar með öruggri og aðgengilegri orku.“
Alþingi Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira