Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2025 12:16 Ólíklegt er að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræður í borginni ganga mjög vel að sögn oddvita Samfylkingarinnar. Hún telur allar líkur á að viðræðurnar endi á því að meirihluti verður myndaður. Litlar líkur séu á að Katrín Jakobsdóttir verði næsti borgarstjóri. Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“ Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalista og Vinstri grænna í borgarstjórn hafa síðustu daga unnið að því að mynda meirihluta eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Samræður um stóra málaflokka, til að mynda húsnæðismál og samgöngur verða kláraðar í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að flýta sér ekki um of. „Vera með raunhæfar og góðar áætlanir. Það styttist í að þetta klárist,“ segir Heiða. Heiða Björg Hilmarsdóttir er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.Vísir/vilhelm Telur þú að þetta takist á endanum? „Já, ég tel það. Annars væri ég ekki hérna alla daga ef ég teldi það ekki.” Skammt er eftir af kjörtímabilinu og segir Heiða því mikilvægt að meirihlutinn gangi strax til verka. „Það er það sem við erum að hugsa um. Það eru verkin og borgarbúar. Og að þeir hætti ekki að treysta okkur þó að þetta uppþot hafi komið upp í síðustu viku. Við erum ekki hér fyrir hver er í hvaða stól, við erum hérna því við erum að reyna að gera gagn. Það er einbeitt finnst mér hjá öllum þessum fimm flokkum að við viljum gera það. Skapa stöðugleika og ná árangri,“ segir Heiða. Hún segir oddvitana ekki hafa rætt um stólaskipan enn sem komið er. „Við erum algjörlega að einblína á verkefnin. Ég veit að mörgum finnst það ótrúlegt en það er samt satt. Við erum algjörlega að fókusera á það hvað er það sem við getum gert að gagni, hvernig getum við gert það, hvað erum við sammála um og hvernig getum við flýtt því. Síðan munum við skipta með okkur verkum og vinna þétt saman,“ segir Heiða. Það hefur verið rætt um að Katrín Jakobsdóttir verði borgarstjóri, er það eitthvað sem þið hafið rætt? „Ég myndi telja það afar ólíklegt. En við höfum ekki rætt um neina utanaðkomandi og ekki nein nöfn í því samhengi.“
Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira