Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 18:31 Hættustig er í gildi á hluta Vesturlands vegna bikblæðinga og hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur kallað eftir afgerandi aðgerðum vegna ástands vega í héraðinu. Hættustig er í gildi vegna bikblæðinga og hefur hámarkshraði verið tekinn niður í 70 kílómetra á klukkustund. Fullreynt sé að ræða við æðstu stjórnendur Vegagerðarinnar og því höfði sveitarstjórn til ráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“ Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjarka Þorsteinssyni, sveitarstjóra Dalabyggðar. Þar kemur fram að bókun vegna ástandsins hafi verið lögð fram í sveitarstjórn í dag, og samþykkt einróma. „Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur orðið tíðrætt um ástand vega í héraðinu undanfarin misseri og ár og kemur sú staða ekki til af góðu. Þjóðvegur 60, Vestfjarðavegur í gegnum Dali, er í miklu lamasessi m.t.t. umferðaröryggis og almennra flutninga nú sem aldrei fyrr má segja. Til stuðnings þeirri fullyrðingu er svohljóðandi tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að hættuástand vari í dag, þann 13. febrúar 2025: 'Hættustig vegna bikblæðinga er í gildi á Bröttubrekku, í gengum Dalina, yfir Svínadal og út Hvolsdal en einnig á veginum yfir Vatnaleið, undir Hafursfelli og að Heydalsafleggjara. Hraði er tekinn niður í 70 km/klst.'" segir í bókuninni. Hægir á framgangi verkefna Staðan er sögð algjörlega óviðunandi og að öryggi vegfarenda sé stefnt í tvísýnu. Önnur birtingarmynd ástandsins á veginum í gegnum Dali sé sú að í ljósi takmarkana á öxulþunga náist ekki full afköst á framkvæmdasvæðum, til að mynda við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Búðardal, sem sé stærsta framkvæmd sveitarfélagsins frá upphafi. Þar r vísað til minnispunkta frá verktakanum sem sér um verkið, til útskýringar: „Vegna ástands vega, yfirlýsts hættuástands og þungatakmarkana frá Borgarnesi í Búðardal getum við ekki tryggt eðlilega framvindu við verkefnið. Steypubílar geta aðeins flutt 75% af því magni sem þeir geta flutt til okkar og steypudæla má ekki aka vegina vegna þungatakmarkana. Þetta þýðir akstur per rúmmetri eykst gríðarlega m.a. vegna minnkaðs magns í steypubíl og við þurfum að steypa oftar og minni steypur því steypudælan hefur meiri öxulþunga en 10 tonn og getur því ekki komið til okkar.“ Fullreynt að ræða við Vegagerðina „Við þessa stöðu fæst ekki lengur unað. Það að hættustigi sé lýst af veghaldara sýnir alvöru málsins. Neyðar- og/eða spretthópar hafa verið myndaðir af minna tilefni og köllum við eftir slíkum viðbrögðum nú þegar af hendi æðstu yfirmanna vegamála á landinu og vísum þá til ráðherra málaflokksins því fullreynt er, af fenginni reynslu, að höfða til ábyrgðar æðstu stjórnenda Vegagerðarinnar hvað ástand og ásigkomulag vegakerfisins í Dölum áhrærir. Viðbragðsáætlun þarf að virkja!“
Vegagerð Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Blótaði minnihlutaþingmönnum og rauk á dyr Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Sjá meira