Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Aron Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2025 10:31 Rod Stewart ræddi við Peter Schmeichel fyrir leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Rod var í stuði, vægt til orða tekið. Vísir/Getty Breski söngvarinn Rod Stewart sló heldur betur í gegn í beinum útsendingum TNT Sport og CBS frá leik Celtic og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í gær. Þar viðurkenndi Stewart að hann væri búinn að fá sér nokkra. Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Fótbolti „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport Fleiri fréttir Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira
Rod Stewart, nú áttatíu ára gamall, hefur átt ófáa smellina í gegnum tíðina. Hann er mikill stuðningsmaður skoska fótboltaliðsins Celtic og var mættur til þess að styðja sína menn á Celtic Park í fyrri leik liðsins gegn þýska stórveldinu Bayern Munchen í umspili fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nokkuð óvænt var hann tekinn í viðtal bæði hjá TNT Sports og CBS á hliðarlínunni á Celtic Park. Hjá CBS ræddi hann við markvarðargoðsögnina Peter Schmeichel sem og við Thierry Henry, Kate Scott, Jamie Carragher og Micah Richards í stúdíói en þáttur þeirra hefur slegið í gegn á tímabilinu. File this Rod Stewart interview under ICONIC 😂💚 pic.twitter.com/xsAgN6TutT— CBS Sports Golazo ⚽️ (@CBSSportsGolazo) February 12, 2025 Rod, lék á als oddi. Þegar að vallarþulurinn byrjaði að gjamma í kallkerfi Celtic Park sagði hann honum að þegja. Þá viðurkenndi Rod í upphafi viðtalsins við Schmeichel að hann væri búinn að fá sér nokkra. Fjórmenningar CBS voru á meðan í hláturskasti hinum megin á línunni og áður en langt var um liðið sagði Stewart: „Ég held þið ættuð að taka mig úr loftinu. Eg er bara að verða mér til skammar.“ Úrslit leiksins fóru ekki eins og Rod Stewart hefði viljað. Bayern bar 2-1 sigur úr býtum og er því með eins marks forystu í einvíginu fyrir seinni leik þess eftir tæpa viku. Samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um hvort liðið fer áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Formúla 1 Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Fótbolti Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Fótbolti „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaumferð Bónus deildar karla Sport Lillard með blóðtappa í kálfa Körfubolti Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Fótbolti Í sjokki eftir tilnefninguna Sport Fleiri fréttir Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Sjá meira