Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 13:39 Fjársvik konunnar stóðu yfir í ellefu ár. Þau uppgötvuðust við greiningu á endurgreiðslum vegna erlends sjúkrakostnaðar síðasta vor. Konan var ákærð fyrir skjalafals í opinberu starfi. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil vinna við innra eftirlit Sjúkratrygginga Íslands stendur yfir í kjölfar þess að verkefnastjóri þeirra var ákærður fyrir að svíkja á annað hundrað milljóna króna út úr stofnuninni. Tryggja á að slíkt geti ekki endurtekið sig. Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar. Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Kona sem starfaði sem verkefnastjóri hjá Sjúkratryggingum var nýlega ákærð fyrir skjalafals og fjársvik í opinberu starfi vegna um 156 milljóna króna sem hún kom því til leiðar að stofnunin greiddi fjölskyldu hennar á ellefu ára tímabili. Hún er sökuð um að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar og gefa út tilhæfulausa reikninga. Upp komst um svikin síðasta vor þegar starfsmenn Sjúkratrygginga urðu varir við misræmi í gögnum við greininar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur konunnar, að því er kemur fram í skriflegu svari stofnunarinnar við fyrirspurn Vísis. Lögregla hafi verið kölluð til sem tók við rannsókn málsins. Í ákærunni kom fram að konan hefði komið því til leiðar með blekkingum að kröfur í nafni eiginmanns hennar, sem nú er látinn, og tveggja sona hennar hefðu verið greiddar af Sjúkratryggingum án þess að stoð væri fyrir þeim. Hluti greiðslnanna var vegna erlends sjúkrakostnaðar en konan skráði fjölskyldumeðlimi sína einnig sem fylgdarmenn ótengdra einstaklinga sem nutu læknismeðferðar erlendis. Sjúkratryggingar greiddu konunni og eiginmanni hennar samtals 43 milljónir króna. Tveir synir hennar voru ákærðir fyrir peningaþvætti sem tóku saman við meira en 120 milljónum króna. Meirihluta þess fjár lögðu synirnir inn á reikning móður sinnar. Í svari Sjúkratrygginga segir að ítarleg vinna við að greina aðferðirnar sem konan beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt gæti endurtekið sig hafi hafist strax eftir að málið kom upp. Þá standi yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar.
Sjúkratryggingar Dómsmál Efnahagsbrot Stjórnsýsla Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira