Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 11:00 Dansarinn var með fána Súdan og Palestínu og veifaði þeim meðal annars á meðan hann stóð ofan á bíl í sýningunni. Twitter Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans. Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“. NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni. A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025 „Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL. Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna. Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni. Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump. Ofurskálin Tengdar fréttir Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14 Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Maðurinn veifaði fánum Palestínu og Súdans en á fánunum stóð skrifað „Gaza“ og „Súdan“. NFL hefur staðfest að maðurinn var á meðal þeirra 400 sem tóku þátt í hálfleikssýningunni en uppátæki hans var hins vegar alls ekki hluti af sýningunni. A protester raised the flags of Palestine and Sudan at the Super Bowl, demanding the world take notice of the ongoing injustices inflicted on the Palestinian and Sudanese people. The protester managed to wave the flags for a short time whilst the halftime show was broadcast… pic.twitter.com/pvg0nOBqzo— Eye on Palestine (@EyeonPalestine) February 10, 2025 „Þessi einstaklingur faldi hlutinn á sér og sýndi hann seint í sýningunni. Enginn sem kom að sýningunni vissi af ætlunarverki hans,“ sagði í tilkynningu frá NFL. Lögreglan í New Orleans sagði að nú væri verið að skoða hvort og þá fyrir nákvæmlega hvað maðurinn yrði ákærður. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í Súdan frá árinu 2023 og stór hluti Gaza er eyðilagður eftir 18 mánaða stríð Ísraels og Hamas-samtakanna. Myndbönd á netinu sýna að maðurinn með fánana var nokkuð fljótlega stöðvaður og honum komið í burtu. Ekki virðist hafa sést til hans í sjónvarpsútsendingunni. Super Bowl er vinsælasti íþróttaviðburður hvers árs í Bandaríkjunum. Í leiknum í nótt unnu Philadelphia Eagles yfirburðasigur gegn Kansas City Chiefs, 40-22, fyrir framan fjölda stjarna úr tónlistar- og leiklistarheiminum sem og Bandaríkjaforsetann Donald Trump.
Ofurskálin Tengdar fréttir Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14 Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Sjá meira
Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Saquon Barkley og Cooper DeJean áttu heldur betur eftirminnilega afmælisdag í gær 9. febrúar. 10. febrúar 2025 04:14
Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Philadelphia Eagles tryggði sér sigur í Super Bowl með afar sannfærandi hætti í nótt og endaði með því tveggja ára sigurgöngu Kansas City Chiefs. Eagles bauð upp á rosalega rassskellingu og vann leikinn með átján stiga mun, 40-22. 10. febrúar 2025 03:18