„Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 19:09 „Mér sýnist, þegar við skoðum aðdragandann og lýsum yfir hættustigi í kjölfar rauðra viðvarana, að almannavarnakerfið fór hratt upp á tærnar og brást vel við,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna. Vísir/Einar Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna óveðursins sem reið yfir landið í dag. Sviðsstjóri Almannavarna segir verkefnin undanfarin sólarhring hafa verið fjölbreytt og viðbragðsaðilar standi enn í verkefnum á Austfjörðum. Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“ Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri Almannavarna ræddi aðgerðir síðasta sólarhrings í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Óveðrið gekk niður víðast hvar síðdegis en Almannavarnir starfa enn á hættustigi á Austfjörðum vegna þess. Til hafi staðið að aflétta því klukkan sex í dag en ákveðið hafi verið að framlengja það. „Það eru ennþá verkefni í gangi á Austfjörðum. Meðal annars hefur flætt yfir hringveginn og það hafa rofnað aðrir vegir. Við erum ekki alveg komin fyrir vind, bókstaflega,“ segir Runólfur. Verkefnin hafi verið fjölbreytt og víða um land, sem sé óvenjulegt. Flestir hafi þó fylgt fyrirmælum og haldið sig innandyra. „Mikið um foktjón, samgöngutruflanir, rafmagnstruflanir, rafmagnsleysi, bæði á Vesturlandi og Suðurlandi. Þannig að þetta er mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið undanfarna 36 klukkutíma.“ Runólfur gefur lítið fyrir umræður og gagnrýni á viðvaranir og viðbrögð Almannavarna vegna veðursins. Veðurstofan notist við eins góð gögn og hugsast getur. „Þessi rauða viðvörun er bara notuð í neyð. En þar kemur skýrt fram að það séu miklar líkur á foktjóni. Við viljum náttúrlega ekki að fólk sé mikið á ferðinni þegar það eru þakplötur og aðrir lausamunir fljúgandi. Þannig að skilaboðin voru nokkuð skýr, að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.“
Almannavarnir Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira