„Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:30 Magnús með Gunnar litla í fanginu. úr einkasafni Ungt par í Laugardalnum gekk í gegnum martröð allra foreldra í maí 2023, þegar fjögurra ára sonur þeirra lést sviplega eftir skammvinn veikindi. Þau hafa bæði verið samstíga og farið sínar eigin leiðir í sorginni, sem hefur á köflum verið yfirþyrmandi. Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“ Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira
Við settumst niður með Lilju Eivor Gunnarsdóttur Cederborg og Magnúsi Björgvin Sigurðssyni í Íslandi í dag. Þau sögðu okkur sögu sonar síns, Gunnars Unnsteins Magnússonar, sem lést 24. maí 2023. Gunnar litli hafði veikst á afmælisdaginn sinn tveimur vikum áður og reyndist hafa fengið veirusýkingu sem komst upp í heila. Lilja og Magnús bíða þó enn skýringa frá Landlækni, eins og þau lýsa í viðtali í Íslandi í dag sem horfa má á hér fyrir neðan. Lilja sagði einnig sögu sína í viðtali á Vísi í síðasta mánuði. Lilja og Magnús segja andlát Gunnars og sorgina vissulega hafa reynt á sambandið en þau hafi unnið sig í gegnum það saman. Þau sóttu tíma í Sorgarmiðstöðinni fyrir foreldra sem hafa misst börn og þá reyndist þeim mikilvægt að finna sínar eigin leiðir í sorginni. „Það var þessi hugmynd með sko að taka þessi litlu verkefni sem þú náðir að klára, því fyrir mér var þetta áfall svo óyfirstíganlegt, að ég sá aldrei ljós við enda gangana. Þannig að ég fór að labba í búðina, litlar vörður sem ég gat klárað. Svo er þetta ekki stórt heimili, hér var mikið af fólki, þannig að stundum þurfti maður smá pásu,“ segir Magnús, sem var fljótari en Lilja að byrja að fara út að sinna erindum eftir andlát Gunnars. „Maður þarf að byggja upp félagslegt þol alveg upp á nýtt, þarf að læra það alveg aftur að hitta fólk og tala við það. Ég var oft í feluleik í Krónunni, þannig að fólk sem ég þekkti myndi ekki sjá mig.“ Magnús segir að fyrstu vikurnar eftir andlát Gunnars séu í móðu. Hann muni stopult eftir þessum tíma og erfiðar minningar sæki enn á hann. „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði. Bara svona, hvernig hlutkesti heimsins hefði getað lent á okkur. En að sama skapi myndi maður ekki óska neinum þessara örlaga.“
Ísland í dag Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Sjá meira