Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 18:20 Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Við tökum veðurbarna ferðalanga tali í fréttatímanum, verðum í beinni útsendingu með veðurfræðingi úti í óveðrinu og ræðum við yfirlögregluþjón hjá almannavörnum um það sem koma skal á morgun. Framhaldsskólakennarar hafa boðað ótímabundin verkföll í fimm framhaldsskólum þann 21 febrúar náist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallsaðgerðir voru samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta félagsmanna. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag. Við förum yfir tíðindi dagsins í kennaradeilunni og sýnum frá heitum umræðum sem sköpuðust í Pallborði um málið. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa í átta prósentum eftir hálfrar prósentu lækkun peningastefnunefndar bankans sem var einróma í ákvörðun sinni. Annar tveggja eigenda Mikluborgar telur lækkunina munu auðvelda stórum hópi að komast í gegnum greiðslumat en segir um leið að betur megi ef duga skal. Við sýnum einnig frá blaðamannafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem Trump lét falla umdeild ummæli um eignarhald Bandaríkjanna á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og aktivisti, kemur í myndver og bregst við ummælunum. Í sportinu heyrum við í Jóni Daða Böðvarssyni knattspyrnumanni sem hefur farið á kostum með nýju liði. Og í Íslandi í dag hittum við ung hjón í Laugardal, sem gengu í gegnum martröð allra foreldra fyrir tæpum tveimur árum þegar fjögurra ára sonur þeirra lést eftir svipleg veikindi. Þau ræða missinn, sorgina sem hefur litað líf þeirra síðan og leiðirnar sem þau hafa farið til að vinna úr henni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira