Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 07:04 Tinna er spennt fyrir því að stíga á svið í atriði þar sem mun kenna ýmissa grasa. Tinna Óðins einn keppanda í Söngvakeppninni segist fyrst og fremst ætla að skemmta fólki þegar hún stígur á svið með lag sitt Þrá næstu helgi. Hún segir að við sviðsetningu lagsins verði ýmislegt sem ekki hefur sést áður í keppninni. Tinna segir lag sitt allt öðruvísi en bandarískt popplag sem líkt hefur verið við lagið. „Við ætlum að koma texta lagsins til skila uppi á sviði, það verður ákveðin ljósasýning og margar staðsetningar sem þurfa að vera réttar,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún vill eðli málsins samkvæmt á sama tíma ekki gefa of mikið upp um atriðið áður en hún stígur á svið. Tinna segir listræna stjórnendur keppninnar þau Thomas Benstem og Selmu Björns hafa verið sér stoð og stytta og komið með geggjaðar hugmyndir að atriði. Snýst um sýninguna „Mér skilst að þetta hafi ekki sést áður með þessum hætti í keppninni. Svo veit ég ekki einu sinni sjálf hvernig þetta mun koma út en Thomas var með allskonar rosalegar hugmyndir og svo fengum við það samþykkt. Textinn eftir hana Guðnýju Ósk mun lifna við á sviðinu, mér þykir sjúklega vænt um textann og við fengum rými til að segja ákveðna sögu uppi á sviði.“ Tinna segir lag sitt sem heitir Þrá á íslensku en Words á ensku fjalla um einhverskonar ástarfár og innri baráttu við að þekkja sitt eigið virði. Lagið er sannkallað kántrílag en Tinna segist þrátt fyrir það ekki hafa viljað of mikinn kántrífíling í atriðinu uppi á sviði og þá er hún heldur enginn sérstakur kántríaðdándi. „Selma og Tómas hafa komið með geggjaðar hugmyndir en ég vildi aldrei neitt kántrídæmi uppi á sviði svo að við myndum alveg örugglega ekki hreinlega æla kántríi yfir fólk,“ segir Tinna hlæjandi. „Svo hef ég aldrei hlustað á kántrí, jú jú vissa týpu af því en ég vildi fyrst og fremst leggja mikið púður í sviðsetninguna, því að þó að þetta sé lagakeppni þá er þetta fyrst og fremst eitt stórt show og ég vil skemmta fólki.“ Syngur sjálf miklu frekar „lúðaleg“ lög Tinna samdi lagið ásamt breska tónlistarmanninum Rob Price. Honum kynntist hún í gegnum sameiginlegan vin sem hún keppti með í Idol á Stöð 2 um árið. Tinna útskýrir að hún hafi verið komin með laglínu á heilann og Rob svo séð um taktinn, úr hafi orðið að lagið hafi orðið kántrílag. „Svo er kántrítónlist auðvitað mjög vinsæl þessa dagana og ákveðin bylgja í gangi. Tónlistin sem ég syng sjálf er í raun ógeðslega lúðaleg og myndi ekkert eiga heima í Söngvakeppninni,“ segir Tinna hlæjandi. Hún segist hrífast mest af íslenskum ljóðum og að draumurinn sé að gefa einn daginn út ljóðaplötu. „Sem er ógeðslega leiðinlegt, en það er það sem ég geri! Ég elska ljóð, kann þau öll og hef kunnað síðan ég var lítið barn. Mig hefur alltaf langað til að gefa út gömul íslensk lög, það er kannski eitthvað fyrir framtíðina.“ Tinna segir það lengi hafa verið draum að taka þátt í Söngvakeppninni. Þau Rob sendu inn lag í keppnina í fyrr en áttu þá ekki erindi sem erfiði. Nú hafi Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar hinsvegar haft samband. „Þetta var svekkelsi í fyrra, en eftir á að hyggja er ég mjög feginn, lagið okkar er betra í ár og þetta hentar mér betur, ég var með lítið barn í fyrra og þetta hefði kallað á rosa mikla fjarveru. Svo hringdi Rúnar í mig í lok nóvember, sem var geðveikt en líka svo skrýtið því maður var búinn að bíða svo lengi eftir þessu mómenti, sá fyrir sér að þetta yrði kannski umslag eða eitthvað,“ segir hún hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Tinna Óðinsdóttir (@tinnaodins) Heyrt um líkindin Þó nokkuð hefur verið rætt um líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag. Þá hefur lag Tinnu þar einnig borið upp á góma, til að mynda í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þar sem því hefur verið líkt við hið gríðarlega vinsæla kántrípopplag Austin eftir Dasha. Tinna segist kannast við þessa umræðu. „Jú, maður hefur heyrt þetta. En laglínan kemur úr hausnum á mér sjálfri og ég var auðvitað ekki að stela einhverju lagi,“ segir Tinna létt í bragði. Hún segist heyra líkindin en þó séu hlutar í hennar lagi allt öðruvísi. „Við erum með allt öðruvísi millikafla sem dæmi. Auðvitað er þetta bara ógeðslega leiðinlegt en fólk segir bara svona og ég vil fyrst og fremst að fólk njóti!“ Tinna var stödd á Kanarí þegar Vísir náði af henni tali, að hlaða batteríin fyrir komandi törn. En er hún eitthvað stressuð fyrir stóra kvöldinu? „Veistu það, ég er bara geðveikt peppuð. Ég keppti í fimleikum í tuttugu ár og ég var alltaf stressuð að keppa, en núna líður mér einhvern veginn eins og ég hafi fulla stjórn á þessu. Ég veit ekki af hverju ég er svona góð með mig, mér líður eins og það geti ekkert klikkað,“ segir Tinna hlæjandi. „En ég veit að rétt áður en ég stíg á svið þá mun ég fá fiðring í magann. En við notum reynsluna úr Idol og úr fimleikunum, þar sem maður lærði að keppa og standa sig.“ Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
„Við ætlum að koma texta lagsins til skila uppi á sviði, það verður ákveðin ljósasýning og margar staðsetningar sem þurfa að vera réttar,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún vill eðli málsins samkvæmt á sama tíma ekki gefa of mikið upp um atriðið áður en hún stígur á svið. Tinna segir listræna stjórnendur keppninnar þau Thomas Benstem og Selmu Björns hafa verið sér stoð og stytta og komið með geggjaðar hugmyndir að atriði. Snýst um sýninguna „Mér skilst að þetta hafi ekki sést áður með þessum hætti í keppninni. Svo veit ég ekki einu sinni sjálf hvernig þetta mun koma út en Thomas var með allskonar rosalegar hugmyndir og svo fengum við það samþykkt. Textinn eftir hana Guðnýju Ósk mun lifna við á sviðinu, mér þykir sjúklega vænt um textann og við fengum rými til að segja ákveðna sögu uppi á sviði.“ Tinna segir lag sitt sem heitir Þrá á íslensku en Words á ensku fjalla um einhverskonar ástarfár og innri baráttu við að þekkja sitt eigið virði. Lagið er sannkallað kántrílag en Tinna segist þrátt fyrir það ekki hafa viljað of mikinn kántrífíling í atriðinu uppi á sviði og þá er hún heldur enginn sérstakur kántríaðdándi. „Selma og Tómas hafa komið með geggjaðar hugmyndir en ég vildi aldrei neitt kántrídæmi uppi á sviði svo að við myndum alveg örugglega ekki hreinlega æla kántríi yfir fólk,“ segir Tinna hlæjandi. „Svo hef ég aldrei hlustað á kántrí, jú jú vissa týpu af því en ég vildi fyrst og fremst leggja mikið púður í sviðsetninguna, því að þó að þetta sé lagakeppni þá er þetta fyrst og fremst eitt stórt show og ég vil skemmta fólki.“ Syngur sjálf miklu frekar „lúðaleg“ lög Tinna samdi lagið ásamt breska tónlistarmanninum Rob Price. Honum kynntist hún í gegnum sameiginlegan vin sem hún keppti með í Idol á Stöð 2 um árið. Tinna útskýrir að hún hafi verið komin með laglínu á heilann og Rob svo séð um taktinn, úr hafi orðið að lagið hafi orðið kántrílag. „Svo er kántrítónlist auðvitað mjög vinsæl þessa dagana og ákveðin bylgja í gangi. Tónlistin sem ég syng sjálf er í raun ógeðslega lúðaleg og myndi ekkert eiga heima í Söngvakeppninni,“ segir Tinna hlæjandi. Hún segist hrífast mest af íslenskum ljóðum og að draumurinn sé að gefa einn daginn út ljóðaplötu. „Sem er ógeðslega leiðinlegt, en það er það sem ég geri! Ég elska ljóð, kann þau öll og hef kunnað síðan ég var lítið barn. Mig hefur alltaf langað til að gefa út gömul íslensk lög, það er kannski eitthvað fyrir framtíðina.“ Tinna segir það lengi hafa verið draum að taka þátt í Söngvakeppninni. Þau Rob sendu inn lag í keppnina í fyrr en áttu þá ekki erindi sem erfiði. Nú hafi Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar hinsvegar haft samband. „Þetta var svekkelsi í fyrra, en eftir á að hyggja er ég mjög feginn, lagið okkar er betra í ár og þetta hentar mér betur, ég var með lítið barn í fyrra og þetta hefði kallað á rosa mikla fjarveru. Svo hringdi Rúnar í mig í lok nóvember, sem var geðveikt en líka svo skrýtið því maður var búinn að bíða svo lengi eftir þessu mómenti, sá fyrir sér að þetta yrði kannski umslag eða eitthvað,“ segir hún hlæjandi. View this post on Instagram A post shared by Tinna Óðinsdóttir (@tinnaodins) Heyrt um líkindin Þó nokkuð hefur verið rætt um líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag. Þá hefur lag Tinnu þar einnig borið upp á góma, til að mynda í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis þar sem því hefur verið líkt við hið gríðarlega vinsæla kántrípopplag Austin eftir Dasha. Tinna segist kannast við þessa umræðu. „Jú, maður hefur heyrt þetta. En laglínan kemur úr hausnum á mér sjálfri og ég var auðvitað ekki að stela einhverju lagi,“ segir Tinna létt í bragði. Hún segist heyra líkindin en þó séu hlutar í hennar lagi allt öðruvísi. „Við erum með allt öðruvísi millikafla sem dæmi. Auðvitað er þetta bara ógeðslega leiðinlegt en fólk segir bara svona og ég vil fyrst og fremst að fólk njóti!“ Tinna var stödd á Kanarí þegar Vísir náði af henni tali, að hlaða batteríin fyrir komandi törn. En er hún eitthvað stressuð fyrir stóra kvöldinu? „Veistu það, ég er bara geðveikt peppuð. Ég keppti í fimleikum í tuttugu ár og ég var alltaf stressuð að keppa, en núna líður mér einhvern veginn eins og ég hafi fulla stjórn á þessu. Ég veit ekki af hverju ég er svona góð með mig, mér líður eins og það geti ekkert klikkað,“ segir Tinna hlæjandi. „En ég veit að rétt áður en ég stíg á svið þá mun ég fá fiðring í magann. En við notum reynsluna úr Idol og úr fimleikunum, þar sem maður lærði að keppa og standa sig.“
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira