„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 08:01 Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk Kraftur stuðningsfélag „Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi. Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira