„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 08:01 Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk Kraftur stuðningsfélag „Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi. Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“