„Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 08:01 Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk Kraftur stuðningsfélag „Það fór að birta til undir lok lyfjameðferðarinnar þar sem sólin var ætíð hærra á lofti, dag frá degi og þá vissi ég að það væri stutt í mark,“ segir Pétur Steinar Jóhannsson en hann var einungis 23 ára þegar hann greindist með Hodgkins lymphoma – eitilfrumukrabbamein á 2. stigi. Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Pétur var að byrja síðustu önn sína í Háskóla og var að flytja heim á Hellissand eftir 2 ára búsetu á Akureyri ásamt Stefaníu kærustunni sinni þegar hann greindist. Planið var að flytja aftur heim og byrja að vinna og var því högg að fá þessar fréttir. Öllum fannst þetta skrítið, Pétur var heilsuhraustur strákur í blóma lífsins en fékk upp úr þurru þetta verkefni upp í hendurnar. Pétur er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Reyndi að hugsa ekki of langt fram í tímann Eftir fyrsta læknafund tók fjölskyldan þá ákvörðun að taka þessu verkefni eins og flest öllum verkefnum með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi. Pétur segir það hafa hjálpað mjög mikið til á erfiðustu og verstu dögunum því auðvitað hafði þetta mikil áhrif á líf hans og Stefaníu sem höfðu verið með plön um húsakaup og barneignir eftir námið. Á meðan meðferð stóð reyndi Pétur að hugsa ekki of langt fram í tímann en passaði sig þó að hugsa um hluti sem mætti hlakka til, eins og þegar sumarið kæmi aftur, gæti hann loksins farið að veiða og verja tíma úti í náttúrinni. Í dag er Pétur kominn aftur út á vinnumarkaðinn og er hægt og rólega að ná í fyrri styrk. Hann sér ekkert annað en bjarta tíma framundan þar sem þessi lífsreynsla hefur kennt honum ansi margt á stuttum tíma. Setningin lífið er núna hefur sterkari þýðingu fyrir Pétur í dag en fyrir veikindin. „Þegar þú ert heilsuhraustur 23 ára strákur og færð svona fréttir, áttaru þig á því að þú hefur ekki hugmynd um hvað morgundagurinn ber í skauti sér og er því mikilvægt að njóta hvers augnabliks,“ segir Pétur. „Ég sjálfur hef alltaf vitað af Krafti en datt aldrei nokkurn tímann í hug að ég þyrfti að leita í slíkt félag, enda mjög hraustur. En þegar ég fékk greininguna mína þá var eitt af því fyrsta sem við Stefanía gerðum, var að fara inn á Instagram hjá Krafti og leita að einhverjum sem hafði lent í því sama. Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern og fengið svör við allskonar spurningum. Einnig má þakka þeim fyrir góðan stuðning við aðstandendur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“