Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 23:01 Ásta Sól Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári. Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“ Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Boðað hefur verið til félagsfundar hjá Íslenskri ættleiðingu í kvöld, vegna þess sem framkvæmdastjórinn kallar viðkvæma stöðu. Félagið er með þjónustusamning við dómsmálaráðuneytið, og fékk 24 milljónir króna á síðasta ári. „Við erum að fá sama framlag og áður, það þýðir niðurskurður. Við þurfum að fylgja launaþróun og alls konar vísitölubreytingum og hinu og þessu,“ segir Ásta Sól Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Ættleiðingum fækkað verulega Hætta sé á því að félagið muni ekki geta sinnt sínu hlutverki. Ásta kallar eftir frekara samstarfi við stjórnvöld. „Við þurfum aðeins að skoða þessa stöðu sem er komin upp og hvernig við viljum halda áfram.“ Nokkur fækkun hefur orðið í alþjóðlegum ættleiðingum hingað til lands á undanförnum árum. Á árunum 2007 til 2020 hafi ættleiðingarnar verið um fimm á ári. „Undanfarin tvö ár hefur verið ein ættleiðing á ári. Það kemur ýmislegt til, Covid spilaði þar inn í. Svo var eitt land sem hætti samstarfi, ekki bara við okkur heldur við fleiri lönd.“ Fleiri en eitt hlutverk Erfitt sé að horfa fram á niðurskurð í jafn viðkvæmum málaflokki, en félagið annast ekki aðeins ættleiðingar. „Við erum með mjög góða fræðslu fyrir bæði félagsmenn og verðandi kjörforeldra. Við þurfum að tryggja að það haldi áfram, það er gífurlega mikilvægt.“ Félagið leiti nú styrkja, en þeir séu ekki fastir í hendi. Þjónustugjöld hafi þá verið hækkuð um fimmtán prósent. „Við hefðum síður viljað gera það og á undanförnum árum hefur verið töluverð hækkun. Við höfum þurft að setja gjöld á þjónustu sem að við teljum að eigi að vera gjaldfrjáls.“
Ættleiðingar Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagasamtök Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira