„Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 10:32 Katrín Jakobsdóttir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Hlaðfrétta. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að hún hafi enn miklar skoðanir á íslenskri pólítík og það sé oft erfitt að „halda í sér“ þegar hún fylgist með þjóðfélagsumræðunni. Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Katrín er nýjasti gesturinn í Hlaðfréttum, hlaðvarpi Fannars Sveinssonar og Benedikts Valssonar, sem eru betur þekktir sem forsprakkar grínþáttanna Hraðfrétta. Í þættinum fór hún um víðan völl og talaði um lífið eftir pólítíkina. Hún sé meðal annars farin að lyfta lóðum, eldi kvöldmat fyrir fjölskylduna og eyði meiri tíma með vinum og vandamönnum. „Ef maður hættir í pólítík þá getur maður haldið áfram að tala um pólitík, margir gera það. Margir fyrrverandi stjórnmálamenn halda áfram að vera stjórnmálamenn. Ég ákvað að ég ætlaði ekki að gera það. Ég hef alveg skoðanir en þær eru meira til heimabrúks. Ég hef ekki viljað fara í viðtöl til að segja hvað mér finnist um þetta og hitt,“ segir Katrín og hélt áfram. „Auðvitað finnst mér alls konar og ég veit alls konar: „bíddu er þetta svona?“ Það er alveg stundum erfitt að halda í sér en ég geri það bara.“ Katrín ræðir hér við fréttamenn eftir að hún sleit ríkisstjórn sinni og stjórn Bjarna Benediktssonar tók við.Vísir/Vilhelm Hún segist aldrei hafa orðið leið á vinnunni þegar hún sat sem forsætisráðherra. „Þú ert bara í hringiðjunni og kemst ekkert út úr henni. Og þegar maður fer út úr henni þá fattar maður hvað þetta er skrítið. Þú fattar þetta ekki fyrr en eftir á. Ég hef ofsalega gaman af því að vinna. Það var alltaf einhver krísa, það voru kjarasamningar sem þurfti að ná, það var stríð og heimsfaraldur og svo byrjuðu eldfjöllin að gjósa. Það var ekki eitt, það var allt. Svo voru mál í þinginu og það var einhver þar, þú þurftir að tala við þennan og hinn. Maður venst því að vera alltaf að. Það sem er skrítið við að fara út (innsk.blm. að hætta í pólitík) er að maður hugsar: Þarf bara enginn að halda á mér að halda lengur? Þetta er dapurlegt. Það er rosalega skrítið,“ segir hún. Benedikt spurði hana út í orðróm þess efnis að hún yrði sendiherra þjóðarinnar í nánustu framtíð og segist hún oft vera spurð út í sendiherrastöðuna. „Er ekki heilmikil vinna að vera sendiherra? Ef ég yrði sendiherra þá myndi eitthvað hræðilegt gerast þar. Ég segi það eftir að hafa verið forsætirsráðherra þá var alltaf eitthvað. Það fylgir því eitthvað vesen og læti,“ segir hún kímin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Hlaðvörp Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“