Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. janúar 2025 17:21 Guðmundur, Sigurjón, Katrín Sigríður og Pétur Björgvin munu starfa hjá þingflokki Viðreisnar á komandi kjörtímabili. Viðreisn Þingflokkur Viðreisnar hefur ráðið til sín þrjá nýja starfsmenn og er starfslið flokksins þar með fullmannað. Í starfsmannahópnum eru fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, lögfræðingur, sálfræðingur og verkefnastjóri. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum, þar sem starfsmennirnir fjórir eru kynntir til leiks. Guðmundur Gunnarsson er framkvæmdastjóri þingflokks en auk hans hafa Sigurjón Njarðarson, Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir og Pétur Björgvin Sveinsson verið ráðin til starfa hjá þingflokknum. Guðmundur Gunnarsson hefur starfað fyrir þingflokkinn frá júní 2024. Þar áður starfaði hann sjálfstætt sem ráðgjafi en var þar áður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og frétta- og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Fréttablaðinu. Guðmundur er með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri og MSc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur við starfi framkvæmdastjóra þingflokks af Stefaníu Sigurðardóttur, en hún var ráðin sem aðstoðarmaður Hönnu Katrínar Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, í ársbyrjun. Sigurjón Njarðarson lauk BA gráðu og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann starfaði síðast hjá Orkustofnun og þar áður hjá Matvælastofnun. Í störfum sínum hefur hann meðal annars sérhæft sig í verkefnum á sviði stjórnsýslu auðlindanýtingar. Sigurjón hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Viðreisn undanfarin ár, meðal annars uppstillingu í sveitarstjórnarkosningum og sat í stjórn Reykjavíkurráðs. Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í klínískri sálfræði frá sama skóla. Hún hefur starfað sem sálfræðingur, ráðgjafi og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Viðreisnar. Hún er fyrrverandi forseti Uppreisnar, hefur átt sæti í stjórn flokksins og tók sæti sem varaþingmaður á liðnu kjörtímabili. Í þingkosningum 2024 skipaði hún fjórða sæti á lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því fyrsti varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi. Pétur Björgvin Sveinsson hefur síðustu ár starfað við markaðsstörf og verkefnastýringu hjá Bláa Lóninu, KoiKoi vefstofu og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann er með BA gráðu í verkefnastjórnun frá KaosPilot skólanum í Árósum. Pétur Björgvin skipaði fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og er því annar varaþingmaður Viðreisnar í því kjördæmi.
Viðreisn Alþingi Vistaskipti Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira