„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. janúar 2025 23:19 Björn Ingi Hrafnsson greindi stöðuna í ljósi framboðs Áslaugar Örnu til formanns Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á fjölmennum fundi í Sjálfstæðissalnum í Nasa í dag. Menn hafa reynt að rýna í ýmislegt sem viðkemur fundinum, nýtt lógó sem Áslaug notaði og dræma mætingu þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Björn Ingi Hrafnsson, blaðamaður á Viljanum og stjórnmálaskýrandi, var fenginn til að rýna í fundinn og stöðuna. Horfa má á samtal Margrétar Helgu fréttaþuls við Björn eftir 2:40 í myndbandinu hér að neðan. Framtíðin sé núna Það voru ekki sitjandi þingmenn flokksins á fundinum. Er eitthvað hægt að lesa í það? „Nei, ég held að þeir vilji bara ekki blanda sér inn í þetta að svo stöddu. Það eru ýmsir þingmenn sem styðja Áslaugu Örnu og þetta framboð hennar kemur ekki á óvart. Þetta var hins vegar mjög vel gert og fagmannlegt og bendir til þess að undirbúningurinn hafi staðið yfir lengi,“ segir Björn Ingi. Greinilegt sé að Áslaug ætli sér stóra hluti. „Áslaug Arna yrði yngsti formaður í sögu Sjálfstæðisflokksins og mér finnst skemmtilegt að hugsa til þess að Kristrún er nýorðin yngsti forsætisráðherra þjóðarinnar. Það er að verða mikil breyting og kynslóðaskipti. Bjarni og Þórdís bæði að fara úr forystusveitinni og þarna býður hún sig fram og segir að það sé ekki skynsamlegt að bíða eftir framtíðinni heldur sé framtíðin núna,“ segir hann. Heilmiklar breytingar myndu fylgja formennsku Áslaugar En talandi um Bjarna Benediktsson. Þau eru búin að vera afar nánir samstarfsmenn þannig maður veltir fyrir sér hvernig Sjálfstæðisflokkurinn myndi líta út undir hennar forystu. Yrði hann mikið öðruvísi? „Ég held að það myndu heilmiklar breytingar fylgja formennsku Áslaugar Örnu. Hún er búin að lýsa því yfir að það sé margt í starfi flokksins og á flokksskrifstofunni sem þurfi að breyta. Hún talar um að það þurfi að uppfæra stýrikerfið,“ segir Björn Ingi. Hann segir forvitnilegt að velta fyrir sér hvað gerist næst. „Þá er spurning hvað gerist í baklandi Guðlaugs Þórs og Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Sérstaklega baklandi Guðlaugs Þórs, það hafa verið stríðandi fylkingar í borginni milli Áslaugar og Guðlaugs um langa hríð. Mjög mikil átök og ég hugsa að það hafi farið mjög margt í gang í dag þegar þetta kemur fram og Guðlaugur getur í raun ekki dregið það lengi að segja hvað hann ætlar að gera í framhaldinu,“ segir hann. Sennilega enginn óvæntur á leið í formanninn Einhverjir fleiri kandídatar sem þér finnst líklegir? „Ekki kannski í formennskuna. Það er stundum talað um að Diljá Mist gæti hugsað sér að fara í þetta ef Guðlaugur gerir það ekki. Ef Guðrún Hafsteinsdóttir myndi bjóða sig fram til varaformennsku held ég að hún fengi það embætti. Og ég vona líka að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara með einn í framboði. Það er miklu meiri stemming og spenna þegar það er kosning. Og meira í anda flokksins. „Algjörlega. Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum, þetta heldur áfram. Ef hún væri að gagnrýna ríkisstjórnina, ung forystukona, ríkisstjórn leidda af þremur konum. Það er forvitnilegt að sjá hvort það hafi meiri áhrif en þegar karl gerir það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira