„Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. janúar 2025 23:01 Bruno tryggir sigurinn. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Fyrirliðinn Bruno Fernandes var hetja Manchester United þegar liðið vann nauman 2-1 sigur á Rangers. Mark fyrirliðans kom í blálokin eftir að gestirnir höfðu jafnað þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. „Ég veit hversu miklu máli sigurinn skiptir stuðningsfólk okkar. Maður vill virkilega vinna leiki. Við erum örlítið pirraðir því við byrjuðum árið vel með tveimur frábærum leikjum gegn Liverpool og Arsenal. Svo kom Southampton leikurinn þar sem við sýndum mikla seiglu þó við höfum ekki spilað góðan fótbolta. Við spiluðum svo gegn Brighton & Hove Albion þar sem ekkert gekk upp.“ Man United er enn taplaust í Evrópudeildinni og situr í 4. sæti sem stendur með 15 stig að loknum sjö leikjum. Aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Að þeirri umferð lokinni fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. „Við viljum fara áfram í Evrópudeildinni og komast alla leið í úrslitaleikinn í Bilbao. Við viljum enda í efstu átta sætunum svo við þurfum ekki að spila tvo leiki til viðbótar.“ „Þetta snýst ekki um karakter. Við þurfum að sýna hvað í okkur býr á 90 mínútum, getum ekki bara dregið það fram þegar við fáum á okkur mark. Við fengum á mark seint í leiknum og þurftum því að skora mark í blálokin.“ „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki. Þú veist að ef þú vinnur ekki leiki þá verður þetta erfitt. Ég vona að stuðningsfólk okkar verði aldrei vant að tapa leikjum. Ég vona að þau trúi að þetta lið geti unnið leiki,“ sagði Bruno að lokum. Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
„Ég veit hversu miklu máli sigurinn skiptir stuðningsfólk okkar. Maður vill virkilega vinna leiki. Við erum örlítið pirraðir því við byrjuðum árið vel með tveimur frábærum leikjum gegn Liverpool og Arsenal. Svo kom Southampton leikurinn þar sem við sýndum mikla seiglu þó við höfum ekki spilað góðan fótbolta. Við spiluðum svo gegn Brighton & Hove Albion þar sem ekkert gekk upp.“ Man United er enn taplaust í Evrópudeildinni og situr í 4. sæti sem stendur með 15 stig að loknum sjö leikjum. Aðeins einn leikur er eftir af deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Að þeirri umferð lokinni fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. „Við viljum fara áfram í Evrópudeildinni og komast alla leið í úrslitaleikinn í Bilbao. Við viljum enda í efstu átta sætunum svo við þurfum ekki að spila tvo leiki til viðbótar.“ „Þetta snýst ekki um karakter. Við þurfum að sýna hvað í okkur býr á 90 mínútum, getum ekki bara dregið það fram þegar við fáum á okkur mark. Við fengum á mark seint í leiknum og þurftum því að skora mark í blálokin.“ „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki. Þú veist að ef þú vinnur ekki leiki þá verður þetta erfitt. Ég vona að stuðningsfólk okkar verði aldrei vant að tapa leikjum. Ég vona að þau trúi að þetta lið geti unnið leiki,“ sagði Bruno að lokum.
Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira