Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 13:03 Fjóra St. Kristinsdóttir með sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps í morgun. Gogg Fjóla St. Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar, hefur verið ráðin sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Ráðningin stendur út kjörtímabilið til ársins 2026. Þetta var afgreitt á fundi sveitastjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi í morgun. Hún tekur við embættinu af Iðu Marsibil Jónsdóttur sem lét nýverið af störfum. Í tilkynningu segir að Fjóla sé fædd á Selfossi 1972 og búi þar ásamt fjölskyldu gift Snorra Sigurðarsyni fasteignasala og saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn. „Fjóla er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði, og vottaður fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa lokið kennsluréttindum á meistarastigi. Starfsferill Fjólu er fjölbreyttur og býr hún yfir reynslu á sviði sveitarstjórnarmála en síðastliðin tvö ár gegndi Fjóla stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Árborg 2022-2024 . Þar áður starfaði hún í tæp 7 ár hjá Landsbankanum á Selfossi, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Þá hefur hún unnið á velferðarsviði Árborgar og bar ábyrgð á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Síðustu ár hefur Fjóla kennt námskeiðið Velferð í fjármálum við Fræðslunet Suðurlands auk þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Fjóla hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í margvíslegri sjálfboðavinnu. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps fagnar ráðningu Fjólu og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Fjóla mun hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. „Ég er mjög spennt að hefja störf sem sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps og hlakka til að vinna með sveitarstjórn, íbúum, starfsfólki og fasteignaeigendum sveitarfélagsins að áframhaldandi uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins. Það er mér mikill heiður að taka við starfi sveitarstjóra en ég tel mikil tækifæri felast í samfélaginu og sé spennandi tíma framundan“ er haft eftir Fjólu St. Kristinsdóttur. Vistaskipti Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Þetta var afgreitt á fundi sveitastjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi í morgun. Hún tekur við embættinu af Iðu Marsibil Jónsdóttur sem lét nýverið af störfum. Í tilkynningu segir að Fjóla sé fædd á Selfossi 1972 og búi þar ásamt fjölskyldu gift Snorra Sigurðarsyni fasteignasala og saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn. „Fjóla er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði, og vottaður fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa lokið kennsluréttindum á meistarastigi. Starfsferill Fjólu er fjölbreyttur og býr hún yfir reynslu á sviði sveitarstjórnarmála en síðastliðin tvö ár gegndi Fjóla stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Árborg 2022-2024 . Þar áður starfaði hún í tæp 7 ár hjá Landsbankanum á Selfossi, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Þá hefur hún unnið á velferðarsviði Árborgar og bar ábyrgð á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Síðustu ár hefur Fjóla kennt námskeiðið Velferð í fjármálum við Fræðslunet Suðurlands auk þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Fjóla hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í margvíslegri sjálfboðavinnu. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps fagnar ráðningu Fjólu og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Fjóla mun hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. „Ég er mjög spennt að hefja störf sem sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps og hlakka til að vinna með sveitarstjórn, íbúum, starfsfólki og fasteignaeigendum sveitarfélagsins að áframhaldandi uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins. Það er mér mikill heiður að taka við starfi sveitarstjóra en ég tel mikil tækifæri felast í samfélaginu og sé spennandi tíma framundan“ er haft eftir Fjólu St. Kristinsdóttur.
Vistaskipti Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira