Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2025 22:40 Hetja Atlético Madríd í kvöld. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira
Í Madríd urðu heimamenn fyrir miklu áfalli um miðbik fyrri hálfleiks þegar hinn 21 árs gamli Pablo Barrios fékk beint rautt spjald fyrir grófan leik og heimamenn manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýttu gestirnir sér og kom Piero Hincapie þeim yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir undirbúning Nordi Mukiele. Það verður hins vegar ekki sagt að Atl. Madríd sé þekkt fyrir að gefast upp. Julián Alvarez jafnaði metin eftir undirbúning Antoine Griezmann snemma í síðari hálfleik. Staðan var enn jöfn þegar Hincapie fékk sitt annað gula spjald þegar stundarfjórðungur lifði leiks og allt í einu var jafnt í liðum. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem Ángel Correa potaði boltanum inn fyrir vörn Leverkusen á Alvarez sem var nægilega yfirvegaður til að taka boltann til hliðar þegar Lukas Hradecky, markvörður gestanna, kom fljúgandi út. Þó færið væri orðið afskaplega þröngt tókst Alvarez að renna boltanum í netið og tryggja Atl. Madríd magnaðan 2-1 sigur. Alvarez inspires Atleti comeback 😤#UCL pic.twitter.com/bmaPtZAyNO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Sigurliðið er nú með 15 sig í 3. sæti þegar aðeins ein umferð er eftir af deildarkeppninni. Á sama tíma er Leverkusen í 6. sæti með 13 stig. Dortmund sótti Bologna heim og kom Serhou Guirassy gestunum yfir með marki úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var liðinn. Heimamenn sneru dæminu hins vegar við á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik. Thijs Dallinga jafnaði metin á 71. mínútu og örskömmu síðar tryggði Samuel Iling Junior heimaliðinu 2-1 sigur. Þá gerði Juventus markalaust jafntefli við Club Brugge á útivelli. Draw in Bruges.#UCL pic.twitter.com/OicAhl6gHc— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 21, 2025 Dortmund og Juventus er með 12 stig í 13. og 14. sæti á meðan Brugger með 11 stig í 17. sæti. Bologna er í 27. sæti með fimm stig. Aðeins ein umferð er eftir af hefðbundinni deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Þá fara efstu átta liðin beint í 16-liða úrslit meðan liðin í 9. til 24. sæti fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Önnur úrslit Slovan Bratislava 1-3 Stuttgart Rauða Stjarnan 2-3 PSV
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Sjá meira