Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2025 20:03 Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni segir að taka þurfi baráttunni við sýklalyfjaónæmi alvarlega. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir brýnt að fjármagna nýlega aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi. Vísir Vísbendingar eru um að tilvikum alvarlegs sýklalyfjaónæmis sé að fjölga verulega hér á landi á sama tíma og Ísland er Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Yfirlæknir hjá Landlækni segir vaxandi áhyggjuefni að fjölónæmir sýklar nái bólfestu. Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sýklalyfjaónæmi er einn helsti heilbrigðisvandi nútímans að mati Lancet, eins virtasta læknatímarits heims. Almennt hefur tíðni slíks ónæmis vaxið hér síðustu tíu ár og alvarlegum tilvikum hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Tilvikum sýklalyfjaónæmis hefur fjölgað þó nokkuð hér á landi síðustu ár eins og kemur fram á þessari mynd frá Landlæknisembættinu.Vísir Á sama tíma er Íslands Norðurlandamethafi í sýklalyfjaávísunum. Samanburður á sýklalyfjaávísunum á Norðurlöndum þar sem Ísland er í efsta sæti samkvæmt Landlæknisembættinu.Vísir Alvarlegum sýkingum fjölgaði mikið Anna Margrét Halldórsdóttir yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá Landlækni sem hélt erindi um efnið á Læknadögum sem standa yfir, segir þetta mikið áhyggjuefni. „Sýklalyfjaónæmi er vaxandi vandamál í heiminum. Það veldur fjölda dauðsfalla og veldur vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið hér á landi og í heiminum öllum,“ segir hún. Um tvöfalt fleiri alvarleg tilvik fjölónæmra sýkinga komu fram í fyrra samanborið við fyrra ár. „Fyrir tíu árum greindist ekkert af svokölluðum Carbaoenemase sýkingum eða alvarlegum fjölónæmum sýkingum en svo fór þetta smám saman vaxandi. Slík tilvik um tíu á árunum 2022 og 2023 en á síðasta ári greindust 18 tilvik slíkra sýkinga,“ segir Anna Margrét. Hún segir mikilvægt að draga úr sýklalyfjaávísunum. „Það þarf að hindra að sýklalyfjaónæmi nái bólfestu hér á landi og viðhalda stöðunni eins og hún er,“ segir hún. Viðamikil aðgerðaráætlun samþykkt á síðasta ári Viðamikið aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæmi var staðfest af stjórnvöldum í fyrra. Þórólfur Guðnason sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu og formaður áætlunarinnar og eftirfylgni hennar segir mikilvægt að hún verði að veruleika. „Það er mjög brýnt að hún verði að veruleika. Þetta er mjög viðamikil áætlun og svipuð og önnur lönd hafa gert,“ segir Þórólfur. Mikilvægt að fjármagna áætlunina Hann segir aðgerðaleysi í málaflokknum fela í sér áhættu og aukakostnað fyrir heilbrigðiskerfið. „Þá yrðum við í vandræðum með að meðhöndla ýmsar sýkingar. Við þurfum verði ekki brugðist við þurfa að eyða meiri fjármunum í heilbrigðiskerfið,“ segir hann. Kostnaður við að framfylgja áætluninni næstu fimm ár er metinn um einn komma átta milljarða króna. Þórólfur segir mikilvægt að stjórnvöld fjármagni hana. „Verkefnið þarfnast um þrjú hundruð milljón króna frá hinu opinbera á ári. Það hefur nú þegar komið ákveðið fjármagn en það þarf meira til. Við bindum vonir við að núverandi ríkisstjórn setji meira fé í þetta,“ segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Lyf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira