Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. janúar 2025 12:16 Mynd frá Neskaupstað í morgun. Útlínur þriggja flóða úr Skágili, Nesgili og Bakkagili eru rissaðar gróflega með rauðu á myndina. Veðurstofan Rýmingum í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu hefur verið aflétt. Enn er verið að fara yfir gögn og meta hvort aflétta eigi rýmingum á Seyðisfirði strax. Verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum segir ánægjulegt að óvissuástandinu sé að ljúka. Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag. Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Rúmlega tvö hundruð manns hafði verið gert að rýma heimili sitt í bæjunum tveimur. Mikil úrkoma var á Austfjörðum síðustu tvo sólarhringa og snjóflóðahætta fylgdi henni. Nokkur flóð féllu fyrir ofan Neskaupstað en engin ógnuðu byggð. Þrjú flóð í nótt og þrjú flóð aðfaranótt mánudags. Vegurinn um Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar var lengi vel lokaður og komust íbúar Seyðisfjarðar þá ekki út úr bænum. Nú hafa almannavarnir ákveðið að aflétta rýmingum í Neskaupstað. Jón Björn Hákonarson, verkefnastjóri almannavarna á Austfjörðum og íbúi í Neskaupstað, segir gott að allt hafi farið á besta veg og engin snjóflóð fallið á byggð. „Rýmingar eru ekki gerðar í neinu tómarúmi, þeir eru auðvitað gerðar með öryggissjónarmið í fyrirrúmi. Ef eitthvað skildi koma upp og veður skildi fara þannig. Það er alltaf heilmikið inngrip en engu að síður afskaplega gleðilegt þegar þeim lýkur og það hefur ekki reynt á neitt. Við erum ánægð yfir því,“ segir Jón Björn. Veðrið er að skána í Neskaupstað en í gær var spáð mikilli ofankomu og hvassviðri. „Það var ekki eins mikið og menn ætluðu. Það var ofankoma fram eftir morgun, ekki eins mikið og búist var við,“ segir Jón Björn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er óhætt að aflétta rýmingu í Neskaupstað. Enn er verið að skoða gögn varðandi Seyðisfjörð og hvort hægt sé að aflétta rýmingum þar. Þar snjóaði í nótt, annað en í Neskaupstað, og þurfa vísindamenn að meta stöðuna betur eftir hádegi. Gert er ráð fyrir að rýmingum verði aflétt þar síðar í dag.
Múlaþing Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Náttúruhamfarir Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira