Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 20. janúar 2025 20:44 88 prósent félagsmanna kusu með verkfalli. Vísir/Vilhelm Félagsmenn í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna samþykktu boðun verkfalls með yfirgnæfandi meihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 88 prósent þeirra samþykktu aðgerðirnar vegna pattstöðu í kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“ Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Verkfallsaðgerðirnar eiga að hefjast 10. febrúar náist ekki samningur fyrir þann tíma. „Þær felast fyrst og fremst í því að það eru verkefni sem ekki er nauðsynlegt að sinna, við munum geyma þau eins og hægt er. Það verður yfirvinnubann hjá okkur og svo skilum við inn boðtækjum okkar sem eru notuð til þess að kalla okkur út á frívakt og í svona stærri viðburðum,“ segir Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS). Engin neyðartilvik verði þó skilin eftir ósvöruð. „Við erum í rauninni skyldug til þess að sinna neyðartilvikum og munum halda því áfram að sjálfsögðu og sinna verkefnum eins og hægt er. En þetta hægir á starfseminni og fólk þarf að bíða aðeins lengur,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimunarson er formaður LSS.Vísir/Sigurjón Samningaviðræðurnar hafa verið sagðar í pattstöðu. „Launaliðurinn er ekki vandamálið heldur skortur á vinnu frá sambandinu. Við erum búin að funda í fjórtán mánuði, hátt í tuttugu fundir og það vantar bara vinnuframlag frá sambandinu til að komast til móts við okkur og hjálpa okkur að finna lausn,“ segir Bjarni. Áherslan sé á nýrri útfærslu á vaktafyrirkomulagi sem komi í veg fyrir sveiflur á launum milli mánaða. Þá þurfi að laga hvernig launin sé útreiknuð og samsett. Það ætti ekki að kosta sveitarfélögin neitt aukalega umfram það sem sé búið að semja um. Bjarni segist þá bjartsýnn um að samið verði áður en verkfallið tekur gildi. „Það er fundur á miðvikudaginn og ég hef trú á að við náum þessu fyrir verkfallsaðgerðir.“
Slökkvilið Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Sjúkraflutningar Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira