Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 08:33 Sara Björk Gunnarsdóttir kom fyrst til baka eftir barnsburð sem leikmaður Juventus en hún spilar nú í Sádi Arabíu. Getty/Giorgio Perottino Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro) Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira
Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro)
Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Madueke frá í tvo mánuði Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Sjá meira