Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. janúar 2025 17:30 Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara fór yfir gang mála í kjaradeilu Kennarasambandsins og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Kennarasamband Íslands Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu. Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá. Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Ríflega fjörutíu trúnaðarmenn í Félagi framhaldsskólakennara komu saman til fundar í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem tekið var undir þá almennu kröfu kennarasambandins um að staðið verði við samkomulagið frá 2016 um að laun milli markaða verði jöfnuð. Lýst var yfir þungum áhyggjum af pattstöðu sem uppi er í kjaradeilunni. Þá var samþykkt einhljóða að hefja skuli undirbúning ótímabundinna verkfalla í ákveðnum fjölda framhaldsskóla í næsta mánuði. Ekki kemur fram um hvaða framhaldsskóla sé að ræða. Ótímabundið hlé á viðræðum Ótímabundið hlé var gert á kjaraviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn laugardag. Ástráður ríkissáttasemjari sagði þá að viðræður hefðu siglt í strand og að enn bæri talsvert mikið í milli. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu þá aftur á fund ríkissáttasemjara síðastliðinn miðvikudag. Samninganefnd ríkisins, sem er með framhaldsskólana á sínu forræði, mætti ekki á fundinn. Haft var eftir Magnúsi Þór Jónssyni formanni Kennarasambands Íslands, að lengra væri í samkomulag hjá ríkinu en sveitarfélögunum. Ályktun trúnaðarmanna Félags framhaldsskólakennara í heild sinni er eftirfarandi: Fundur trúnaðarmanna í framhaldsskólum og samninganefndar Félags framhaldsskólakennara lýsir þungum áhyggjum af algerri pattstöðu í kjaradeilu Kennarasambands Íslands við samninganefndir ríkisins og sveitarfélaganna. Krafa alls félagsfólks KÍ er að kjarasamningar inniberi skuldbindingu launagreiðenda um að staðið verði við samkomulag sem undirritað var í september 2016. Samkvæmt því voru lífeyrisréttindi strax jöfnuð milli opinbers og almenns markaðar en jöfnun launa hefur enn ekki komist til framkvæmda. Fundurinn er sammála um að undirbúin verði ótímabundin verkföll í ákveðnum fjölda framhaldsskóla og að atkvæðagreiðslur um verkfallsaðgerðir fari fram um leið og friðarskyldu lýkur ef samningar hafa ekki tekist þá.
Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13 Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Kennarar mæta aftur í Karphúsið Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum. 15. janúar 2025 12:13
Deilan í algjörum hnút Kjaradeila kennara og ríkis og sveitarfélaga er í algjörum hnút og óvíst hvenær sest verður aftur við samningaborðið. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluna helst stranda á launakröfum kennara. 13. janúar 2025 12:51