Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2025 12:07 Slökkviliðsmenn að störfum sumarið 2023. Vísir/Vilhelm Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira