Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 10:19 Lögregla hefur virt skýrslu sína um kynferðisbrot árið 2024. Vísir/Vilhelm Tilkynnt kynferðisbrot í fyrra voru 568, sem er tíu prósent aukning frá árinu á undan. Tilkynningar um barnaníð voru 40, sem er 22 prósent aukning miðað við meðaltal þriggja ára á undan. Þetta segir í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024, sem hefur verið birt á vef embættisins. Þar segir að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrot er framið og hvenær það er tilkynnt, þar sem í hluta mála líði langur tími þar á milli. Í fyrra hafi verið tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað um þrjú prósent miðað við árið 2023. Sé horft til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, hafi þeim fækkað um 14 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti grunaðra karlkyns Þá segir að konur hafi verið 88 prósent brotaþola í öllum tilkynntum kynferðisbrotum. Hlutfallið hafi verið enn hærra þegar horft er til nauðgana, þar sem 95 prósent brotaþola hafi verið konur. Hlutföllin snúist við þegar kemur að kyni grunaðra, þar hafi 94 prósent verið karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur hafi verið á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola hafi verið 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra hafi verið 34 ár. Um 46 prósent brotaþola hafi verið undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra hafi verið undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum hafi verið 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára hafi verið 17 prósent. Alls hafi verið tilkynnt um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára hafi orðið sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð hafi verið 40, sem sé rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Vilja fjölga tilkynningum Loks segir að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár hafi verið að að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu hækki um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri hafi komið fram að 1,9 prósent svarenda hefðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af hefðu 10 prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu hafi verið á aldrinum 18 til 25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent hefðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra hafi sagst hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verði í huga að fáir svöruðu spurningunni. Þá hafi 6,5 prósent þátttakanda svarað því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hefði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna komi fram að 16 prósent 13 til 16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Þetta segir í skýrslu Ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot árið 2024, sem hefur verið birt á vef embættisins. Þar segir að lögreglan skrái bæði hvenær kynferðisbrot er framið og hvenær það er tilkynnt, þar sem í hluta mála líði langur tími þar á milli. Í fyrra hafi verið tilkynnt um 185 nauðganir til lögreglu og þar af 130 sem áttu sér stað á árinu. Tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað um þrjú prósent miðað við árið 2023. Sé horft til meðaltals tilkynninga síðustu þrjú ár þar á undan, hafi þeim fækkað um 14 prósent. Yfirgnæfandi meirihluti grunaðra karlkyns Þá segir að konur hafi verið 88 prósent brotaþola í öllum tilkynntum kynferðisbrotum. Hlutfallið hafi verið enn hærra þegar horft er til nauðgana, þar sem 95 prósent brotaþola hafi verið konur. Hlutföllin snúist við þegar kemur að kyni grunaðra, þar hafi 94 prósent verið karlkyns í kynferðisofbeldismálum sem tilkynnt eru til lögreglu. Töluverður aldursmunur hafi verið á milli brotaþola og grunaðra. Meðalaldur brotaþola hafi verið 23 ár, á meðan meðalaldur grunaðra hafi verið 34 ár. Um 46 prósent brotaþola hafi verið undir 18 ára í öllum kynferðisbrotum á meðan 12 prósent grunaðra hafi verið undir 18 ára. Hlutfall brotaþola undir 18 ára í nauðgunarbrotum hafi verið 36 prósent og hlutfall grunaðra undir 18 ára hafi verið 17 prósent. Alls hafi verið tilkynnt um 126 kynferðisbrot gegn börnum og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára hafi orðið sex prósent fjölgun slíkra mála. Tilkynningar um barnaníð hafi verið 40, sem sé rúm 22 prósent fjölgun slíkra tilkynninga samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Vilja fjölga tilkynningum Loks segir að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar undanfarin ár hafi verið að að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu hækki um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar árið 2023 meðal 18 ára og eldri hafi komið fram að 1,9 prósent svarenda hefðu orðið fyrir kynferðisbroti (þvingað eða reynt að þvinga til kynferðislegra athafna, gripið í eða verið snert kynferðislega gegn vilja sínum). Þar af hefðu 10 prósent tilkynnt það til lögreglu. Hæsta hlutfall þeirra sem svöruðu hafi verið á aldrinum 18 til 25 ára, eða 11 prósent svarenda. Um 0,6 prósent hefðu orðið fyrir stafrænu broti þar sem nektarmyndum var deilt af þeim án leyfis á netið (6 svarendur í könnuninni), og um 43 prósent þeirra hafi sagst hafa tilkynnt það til lögreglu, en hafa verði í huga að fáir svöruðu spurningunni. Þá hafi 6,5 prósent þátttakanda svarað því til að þau hefðu orðið fyrir eltihrelli, þar af hefði gerandinn verið í helmingi tilvika kunningi eða ókunnugur.Í mælaborði farsældar sem byggist á svörum nemenda í grunnskólum í rannsókn Íslenskra æskulýðsrannsókna komi fram að 16 prósent 13 til 16 ára nemenda sögðust hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og 36 prósent fyrir stafrænu kynferðisofbeldi.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira