Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Árni Sæberg skrifar 15. janúar 2025 10:24 Þessi mynd er frá því áður en brúin féll alveg. Skjáskot/Heiða Dís Fjeldsted Brúin yfir Ferjukotssíki í Borgarfirði er fallin í talsverðum vatnavöxtum. Brúin var reist árið 2023 í kjölfar þess að eldri brú skemmdist í vatnavöxtum. Heimamenn á svæðinu gagnrýndu smíði brúarinnar á sínum tíma og töldu víst að hún myndi ekki endast. Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð. Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þetta segir Heiða Dís Fjeldsted, reiðkennari og íbúi í Ferjukoti, í samtali við Vísi. Hún segir að brúin hafi fallið með talsverðum krafti í morgun. Á vef Vegagerðarinnar segir að vatn flæði yfir Hvítárvallaveg og brúin sé ófær á meðan á vatnavöxtunum stendur. Kristín Jónsdóttir, ljósmyndari frá Hálsum í Borgarfirði, dreif sig á vettvang í morgun og náði myndskeiðinu hér að neðan af því þegar brúin féll endanlega: Tæplega tveggja ára bráðabirgðabrú Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá 9. júní árið 2023 sagði bráðabirgðabrú yfir Ferjukotssíki yrði að öllum líkindum opnuð í lok þess mánaðar. Forsagan væri sú að styttri brúin á Ferjukotssíki í Borgarfirði hafi skemmst í vatnavöxtunum í Hvítá í mars 2023. Hún hafi verið talin hættuleg og því ákveðið að rífa hana og fylla í skarðið. Lengri brúin, á öðrum ál Ferjukotssíkis, hafi einnig verið illa farin og því ákveðið að rífa hana og byggja bráðabirgðabrú. Lengi erfiðar í viðhaldi Síkisbrýrnar væru á gamla þjóðveginum um Hvítá og Ferjukot sem haldist hafi nánast óbreyttur frá því um 1950 en umferð um veginn hafi minnkað mikið eftir tilkomu Borgarfjarðarbrúarinnar. Þó væri mikilvægt að halda þessari leið opinni þar sem hún væri tenging innan sveitar og að gömlu fallegu bogabrúnni yfir Hvítá. „Síkisbrýrnar hafa lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem vegurinn að brúnum og milli þeirra hefur sigið töluvert. Í raun er nauðsynlegt að byggja nýja brú á þessum stað en ekki er til fjárveiting fyrir því enn.“ Því hafi verið ákveðið að reisa einbreiða bráðabirgðabrú úr stáli, með timburgólfi og á timburstaurum. Heiða Dís segir að heimamenn hafi mótmælt þeirri ákvörðun hressilega á sínum tíma, enda hafi þeir vitað að brúin myndi ekki þola tíða vatnavexti í Hvítánni. Rigna hafi farið af alvöru í gær og þau í Ferjukoti séu að verða umflotin. Vatnavextirnir séu þó alls ekki þeir mestu sem hún hafi séð.
Umferð Borgarbyggð Samgönguslys Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira