Heitasti leikarinn í Hollywood Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. janúar 2025 11:30 Harris Dickinson hefur komið víða við og er óhræddur við að týna af sér spjarirnar fyrir hvíta tjaldið. Skjáskot Erótíski spennutryllirinn Babygirl hefur vakið athygli og umtal að undanförnu en kvikmyndin inniheldur fjöldann allan af djörfum kynlífssenum og einkennist af ögrandi söguþræði. Stórstjarnan Nicole Kidman fer þar á kostum í aðalhlutverki og hefur mótleikari hennar Harris Dickinson ekki vakið minni athygli. Samfélagsmiðlar loga víðs vegar um heiminn yfir þessari nýju kvikmynd og á TikTok má meðal annars sjá fjölda notenda láta sig dreyma um nánara samband við Dickinson. En hver er þessi leikari sem virðist vera einn sá heitasti í dag? View this post on Instagram A post shared by A24 (@a24) Faldi sig á bak við grínið Dickinson er 28 ára gamall og fæddist árið 1996 í Leytonstone, úthverfi á jaðri Austur London. Leiklistaráhuginn kviknaði snemma hjá kappanum en hann varð að eigin sögn fyrir „vægu“ einelti þó að hann segist ekki hafa verið mikið tekinn fyrir. „Ég var frekar þybbinn sem krakki og faldi mig alltaf á bak við grínið,“ segir hann í viðtali við Interview um jólin. Hann stundaði ekki miklar íþróttir í æsku en hafði gaman að því að dansa, þá helst til þess að reyna að næla sér í stelpur. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Hætti við herinn og féll fyrir leiklistinni Sautján ára gamall hætti Dickinson í skóla og fékk sitt fyrsta hlutverk árið 2016. Hann hefur hlotið tvær BAFTA tilnefningar en segja má að ferill hans sé rétt að fara á flug núna. „Ég fór í leiklistarskóla sem var meira svona leiklistarklúbbur sem kostaði ekki svo mikið í. Hann var rekinn af leikurum í Austur London og þarna voru samankomnir alls konar krakkar með ólíkan bakgrunn. Við settum upp alls konar sýningar og leikrit. Ég var svo mjög nálægt því að skrá mig í herinn en skólastjórinn sagði við mig: Ekki gera það. Það er mjög slæm hugmynd. Vertu leikari.“ Þetta náði til hans og í kjölfarið tók hann þátt í leiklistarkeppni ásamt hópi krakka. Þau sigruðu og verðlaunin voru að setja upp leikritið í National Theatre í London. „Við gerðum það og ég var algjörlega í skýjunum á sviðinu. Vá, þetta var í fyrsta skipti sem ég kom fram fyrir fjölda fólks og eftir það leyfði ég mér að verða ástfanginn af þessum bransa. Þá fann ég að það var ekkert annað sem kom til greina að gera í lífinu. Ég hagaði mér aldrei neitt sérlega vel í skóla og átti ekkert svo auðvelt með nám heldur.“ Kynlífssenurnar mjög stressandi Árið 2022 fór Dickinson með hlutverk undirgefnu karlfyrirsætunnar Carls í kvikmynd Ruben Östlund, Triangle of Sadness. Þar neyddist Carl meðal annars til þess að veita kynferðislega greiða gegn mat á eyðieyju og fór hann á kostum í því hlutverki. Charlbi Dean fór með hlutverk kærustu hans en hún féll skyndilega frá eftir flensu áður en myndin fór í almenna sýningu. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Í Babygirl er dýnamíkin á milli Dickinson og mótleikkonu hans allt önnur. Þar leikur hann sjarmerandi og djarfa starfsnemann Samuel sem hikar ekki við að tjá sínar skoðanir og taka stjórnina. Nicole Kidman leikur hina glæsilegu Romy sem er yfirmaður hans og forstjóri hjá risastóru fyrirtæki sem framleiðir vélmenni og hefja þau ástarsamband sem einkennist framan af fyrst og fremst af kynlífi þar sem Samuel stýrir ferðinni. Aðspurður hvort hann hafi verið stressaður að leika kynlífssenurnar á móti Kidman segir Dickinson: „Ég er alltaf mjög stressaður að gera eitthvað svoleiðis. Það er ekki bara hvað þetta er berskjaldandi heldur hugsar maður líka bara hvernig ætla ég að framkvæma þetta? Ef ég hefði verið í röngum höndum í þessu ferli hefði útkoman orðið allt önnur. Leikstjórinn okkar Halina Reijn lagði sig alla fram um að sýna hvernig báðir karakterar nutu þess að stíga saman inn í þessa dýnamík. Stundum hugsaði ég samt bara hvernig í fjandanum ætla ég að leika þessa senu? Og það er í raun ekki neitt ákveðið sem þú gerir til að undirbúa þig og finnur svo að þú sért 100% tilbúinn í þetta.“ Efi er órjúfanlegur hluti af tilveru listamanna og segist Dickinson sömuleiðis mjög áhugasamur um það sem hræðir hann eða fær hann til að efast um eigið ágæti. Samstarfið við Kidman hafi þó verið frábært og mjög þægilegt að vinna með henni. Stuðingsrík fjölskylda Dickinson er yngsta systkinið af fjórum. Pabbi hans starfar sem félagsráðgjafi og móðir hans er hárgreiðslukona. Hann segir fjölskyldu sína bæði frjálslynda og stuðningsríka og þau eru að sjálfsögðu öll búin að sjá Babygirl. „Mamma sá myndina í London og hún elskaði hana. Hún mætti í rúllukragabol til öryggis ef ske kynni að hún þyrfti að loka augunum en hún var mjög ánægð með þetta og sagði mér að þetta hafi verið frábær mynd,“ segir Dickinson í viðtali við Vogue. @voguemagazine #Babygirl is mom approved. Or, at least, #HarrisDickinson’s mum approves. Tap ‘Listen Now’ for the full episode of Vogue’s #TheRunThrough ♬ original sound - Vogue Það er nóg á döfinni hjá þessari sjóðheitu stjörnu sem var samhliða Babygirl í tökum á kvikmyndinni Blitz sem kom út í nóvember. Þar leikur Dickinson á móti Saoirse Ronan og fleiri stórleikurum en hann segist þrífast vel í stanslausri vinnu og þurfa aðdáendur leikarans því ólíklega að bíða lengi eftir að sjá hann á stóra skjánum aftur. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Sömuleiðis hefur Dickinson setið fyrir hjá hátískumerkjum á borð við Gucci og Prada og unir sér vel í litríkum og einstökum flíkum. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Hollywood Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Sjá meira
Samfélagsmiðlar loga víðs vegar um heiminn yfir þessari nýju kvikmynd og á TikTok má meðal annars sjá fjölda notenda láta sig dreyma um nánara samband við Dickinson. En hver er þessi leikari sem virðist vera einn sá heitasti í dag? View this post on Instagram A post shared by A24 (@a24) Faldi sig á bak við grínið Dickinson er 28 ára gamall og fæddist árið 1996 í Leytonstone, úthverfi á jaðri Austur London. Leiklistaráhuginn kviknaði snemma hjá kappanum en hann varð að eigin sögn fyrir „vægu“ einelti þó að hann segist ekki hafa verið mikið tekinn fyrir. „Ég var frekar þybbinn sem krakki og faldi mig alltaf á bak við grínið,“ segir hann í viðtali við Interview um jólin. Hann stundaði ekki miklar íþróttir í æsku en hafði gaman að því að dansa, þá helst til þess að reyna að næla sér í stelpur. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Hætti við herinn og féll fyrir leiklistinni Sautján ára gamall hætti Dickinson í skóla og fékk sitt fyrsta hlutverk árið 2016. Hann hefur hlotið tvær BAFTA tilnefningar en segja má að ferill hans sé rétt að fara á flug núna. „Ég fór í leiklistarskóla sem var meira svona leiklistarklúbbur sem kostaði ekki svo mikið í. Hann var rekinn af leikurum í Austur London og þarna voru samankomnir alls konar krakkar með ólíkan bakgrunn. Við settum upp alls konar sýningar og leikrit. Ég var svo mjög nálægt því að skrá mig í herinn en skólastjórinn sagði við mig: Ekki gera það. Það er mjög slæm hugmynd. Vertu leikari.“ Þetta náði til hans og í kjölfarið tók hann þátt í leiklistarkeppni ásamt hópi krakka. Þau sigruðu og verðlaunin voru að setja upp leikritið í National Theatre í London. „Við gerðum það og ég var algjörlega í skýjunum á sviðinu. Vá, þetta var í fyrsta skipti sem ég kom fram fyrir fjölda fólks og eftir það leyfði ég mér að verða ástfanginn af þessum bransa. Þá fann ég að það var ekkert annað sem kom til greina að gera í lífinu. Ég hagaði mér aldrei neitt sérlega vel í skóla og átti ekkert svo auðvelt með nám heldur.“ Kynlífssenurnar mjög stressandi Árið 2022 fór Dickinson með hlutverk undirgefnu karlfyrirsætunnar Carls í kvikmynd Ruben Östlund, Triangle of Sadness. Þar neyddist Carl meðal annars til þess að veita kynferðislega greiða gegn mat á eyðieyju og fór hann á kostum í því hlutverki. Charlbi Dean fór með hlutverk kærustu hans en hún féll skyndilega frá eftir flensu áður en myndin fór í almenna sýningu. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Í Babygirl er dýnamíkin á milli Dickinson og mótleikkonu hans allt önnur. Þar leikur hann sjarmerandi og djarfa starfsnemann Samuel sem hikar ekki við að tjá sínar skoðanir og taka stjórnina. Nicole Kidman leikur hina glæsilegu Romy sem er yfirmaður hans og forstjóri hjá risastóru fyrirtæki sem framleiðir vélmenni og hefja þau ástarsamband sem einkennist framan af fyrst og fremst af kynlífi þar sem Samuel stýrir ferðinni. Aðspurður hvort hann hafi verið stressaður að leika kynlífssenurnar á móti Kidman segir Dickinson: „Ég er alltaf mjög stressaður að gera eitthvað svoleiðis. Það er ekki bara hvað þetta er berskjaldandi heldur hugsar maður líka bara hvernig ætla ég að framkvæma þetta? Ef ég hefði verið í röngum höndum í þessu ferli hefði útkoman orðið allt önnur. Leikstjórinn okkar Halina Reijn lagði sig alla fram um að sýna hvernig báðir karakterar nutu þess að stíga saman inn í þessa dýnamík. Stundum hugsaði ég samt bara hvernig í fjandanum ætla ég að leika þessa senu? Og það er í raun ekki neitt ákveðið sem þú gerir til að undirbúa þig og finnur svo að þú sért 100% tilbúinn í þetta.“ Efi er órjúfanlegur hluti af tilveru listamanna og segist Dickinson sömuleiðis mjög áhugasamur um það sem hræðir hann eða fær hann til að efast um eigið ágæti. Samstarfið við Kidman hafi þó verið frábært og mjög þægilegt að vinna með henni. Stuðingsrík fjölskylda Dickinson er yngsta systkinið af fjórum. Pabbi hans starfar sem félagsráðgjafi og móðir hans er hárgreiðslukona. Hann segir fjölskyldu sína bæði frjálslynda og stuðningsríka og þau eru að sjálfsögðu öll búin að sjá Babygirl. „Mamma sá myndina í London og hún elskaði hana. Hún mætti í rúllukragabol til öryggis ef ske kynni að hún þyrfti að loka augunum en hún var mjög ánægð með þetta og sagði mér að þetta hafi verið frábær mynd,“ segir Dickinson í viðtali við Vogue. @voguemagazine #Babygirl is mom approved. Or, at least, #HarrisDickinson’s mum approves. Tap ‘Listen Now’ for the full episode of Vogue’s #TheRunThrough ♬ original sound - Vogue Það er nóg á döfinni hjá þessari sjóðheitu stjörnu sem var samhliða Babygirl í tökum á kvikmyndinni Blitz sem kom út í nóvember. Þar leikur Dickinson á móti Saoirse Ronan og fleiri stórleikurum en hann segist þrífast vel í stanslausri vinnu og þurfa aðdáendur leikarans því ólíklega að bíða lengi eftir að sjá hann á stóra skjánum aftur. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson Sömuleiðis hefur Dickinson setið fyrir hjá hátískumerkjum á borð við Gucci og Prada og unir sér vel í litríkum og einstökum flíkum. View this post on Instagram A post shared by @harrisdickinson
Hollywood Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Sjá meira