Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. janúar 2025 11:32 Kim Kardashian, Tyler Perry, Khloe Kardashian og Jason Oppenheim hafa öll tjáð sig um ástandið í Los Angeles vegna gróðureldanna. Vísir/Getty Eldar halda áfram að gera íbúum Los Angeles og stjörnum Hollywood lífið leitt. Meðal þess sem stjörnurnar keppast nú við að vekja athygli á í bandarískum miðlum eru lág laun slökkviliðsmanna, tryggingar húsnæðiseigenda og leiguverð þeirra sem neyðst hafa til að yfirgefa heimili sín. Eins og fram hefur komið eru gróðureldarnir í Los Angeles þeir mestu í manna minnum. Tala látinna hefur hækkað í borginni, er komin upp í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Eldarnir brenna nú á þremur stöðum en tugir heimila í borginni hafa orðið eldinum að bráð. Mikill fjöldi Hollywood stjarna hafa misst heimili sín þar sem þau eru í Pacific Palisades hverfinu. Kardashian til varnar slökkviliðsmönnum Bandaríska athafnakonan og stórstjarnan Kim Kardashian fer mikinn á samfélagsmiðlum vegna eldanna. Þar hvetur hún Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu til þess að beita sér fyrir því að lágmarkslaun slökkviliðsmanna verði hækkuð. Hún segir álagstaxta slökkviliðsmanna hafa numið einum dollara frá árinu 1984. „Hann hefur aldrei hækkað í takt við verðbólgu. Hann hefur aldrei hækkað þegar eldar versna og margir hafa látið lífið,“ skrifar athafnakonan. Hún hvetur Newsom til að gera eitthvað sem enginn ríkisstjóri hafi gert í fjóra áratugi, að hækka laun slökkviliðsmanna. Sakar tryggingafélög um græðgi Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn og leikarinn Tyler Perry segir að honum þyki ógeðfellt að fylgjast með hátterni bandarískra tryggingafélaga í Los Angeles. Hann fer mikinn á samfélagsmiðlum og segir þau hafa sagt upp milljónum trygginga húsnæðiseigenda í Los Angeles. Bandaríski miðillinn Los Angeles Times greinir frá því að hin ýmsu tryggingafélög í Kaliforníu hefðu ákveðið að endurnýja ekki samninga við viðskiptavini í borginni. Ástæður sem gefnar hefðu verið upp hefðu verið þær að húsnæðið væri á svæði sem væri í hættu vegna gróðurelda. View this post on Instagram A post shared by Tyler Perry (@tylerperry) „Finnst engum það ógeðfellt að tryggingafélögin geti hirt milljarða af samfélögum í áraraðir og svo skyndilega vera kleyft að segja upp milljónum samninga fólks sem þau gerði þau rík?“ skrifar kvikmyndagerðarmaðurinn á Instagram. Þar segist hann hafa fylgst með ungri stelp nota garðslöngu til að sprauta vatni á hús hennar til varnar skógareldunum. Það hafi hún gert þar sem samningum þeirra við tryggingafélag þeirra hafi verið sagt upp af félaginu. „Þetta er fólk sem hefur greitt sín gjöld allt þeirra líf og eiga nú ekkert, vegna einskærrar græðgi.“ Önnur Kardashian systir hjólar í borgarstjórann Systir Kim Kardashian, Khloé Kardashian er gríðarlega ósátt við viðbrögð Karen Bass borgarstjóra Los Angeles við gróðureldunum. Hún gekk svo langt að kalla borgarstjórann brandara. Hún er meðal fjölmargra íbúa sem neyðst hafa til þess að yfirgefa heimili sín. Komu skot Kardashian í kjölfar þess að slökkviliðsstjórinn Kristin Crowley kvartaði sáran undan því að hafa ekki fengið frekari fjármuni fyrir slökkviliðið sem hún hefði beðið um fyrir mánuði síðan. Khloe Kardashian sagðist standa með slökkviliðsstjóranum. „Ég stend með ÞÉR Crowley!!! Þú sagðir sannelikann og varst með tárin í augunum, ég sá að þú vildir ekki segja þetta en þetta var SANNLEIKURINN. Takk fyrir að vera hreinskilin! Bass borgarstjóri, þú ert brandari!“ Segir leigusala nýta sér neyðina Bandaríski fasteignasalinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jason Oppenheim, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Selling Sunset, segir leigusala nýta sér neyð þeirra sem neyðst hafa til þess að flýja heimili sín vegna gróðureldanna. „Það eru lög um hækkanir í Kaliforníu sem eru einfaldlega virt að vettugi núna, þetta er ekki tíminn til þess að vera að nýta sér aðstæður. Það er líka ólöglegt að nýta sér náttúruhamfarir,“ segir Oppenheim. Hann segist sjálfur vita um slík dæmi og nefnir einn sinna viðskiptavina sem hafi lent í því að leigusali hafi beðið um hærra verð. Oppenheim segir ástandið í borginni hræðilegt. „Það eru allir með tárin í augunum allan liðlangann daginn, bókstaflega vegna reyks en líka vegna þess að það eru gríðarlegar tilfinningar sem fylgja því að sjá svona marga eiga um sárt að binda.“ View this post on Instagram A post shared by Jason Oppenheim (@jasonoppenheim) Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Hollywood Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Eins og fram hefur komið eru gróðureldarnir í Los Angeles þeir mestu í manna minnum. Tala látinna hefur hækkað í borginni, er komin upp í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Eldarnir brenna nú á þremur stöðum en tugir heimila í borginni hafa orðið eldinum að bráð. Mikill fjöldi Hollywood stjarna hafa misst heimili sín þar sem þau eru í Pacific Palisades hverfinu. Kardashian til varnar slökkviliðsmönnum Bandaríska athafnakonan og stórstjarnan Kim Kardashian fer mikinn á samfélagsmiðlum vegna eldanna. Þar hvetur hún Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu til þess að beita sér fyrir því að lágmarkslaun slökkviliðsmanna verði hækkuð. Hún segir álagstaxta slökkviliðsmanna hafa numið einum dollara frá árinu 1984. „Hann hefur aldrei hækkað í takt við verðbólgu. Hann hefur aldrei hækkað þegar eldar versna og margir hafa látið lífið,“ skrifar athafnakonan. Hún hvetur Newsom til að gera eitthvað sem enginn ríkisstjóri hafi gert í fjóra áratugi, að hækka laun slökkviliðsmanna. Sakar tryggingafélög um græðgi Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn og leikarinn Tyler Perry segir að honum þyki ógeðfellt að fylgjast með hátterni bandarískra tryggingafélaga í Los Angeles. Hann fer mikinn á samfélagsmiðlum og segir þau hafa sagt upp milljónum trygginga húsnæðiseigenda í Los Angeles. Bandaríski miðillinn Los Angeles Times greinir frá því að hin ýmsu tryggingafélög í Kaliforníu hefðu ákveðið að endurnýja ekki samninga við viðskiptavini í borginni. Ástæður sem gefnar hefðu verið upp hefðu verið þær að húsnæðið væri á svæði sem væri í hættu vegna gróðurelda. View this post on Instagram A post shared by Tyler Perry (@tylerperry) „Finnst engum það ógeðfellt að tryggingafélögin geti hirt milljarða af samfélögum í áraraðir og svo skyndilega vera kleyft að segja upp milljónum samninga fólks sem þau gerði þau rík?“ skrifar kvikmyndagerðarmaðurinn á Instagram. Þar segist hann hafa fylgst með ungri stelp nota garðslöngu til að sprauta vatni á hús hennar til varnar skógareldunum. Það hafi hún gert þar sem samningum þeirra við tryggingafélag þeirra hafi verið sagt upp af félaginu. „Þetta er fólk sem hefur greitt sín gjöld allt þeirra líf og eiga nú ekkert, vegna einskærrar græðgi.“ Önnur Kardashian systir hjólar í borgarstjórann Systir Kim Kardashian, Khloé Kardashian er gríðarlega ósátt við viðbrögð Karen Bass borgarstjóra Los Angeles við gróðureldunum. Hún gekk svo langt að kalla borgarstjórann brandara. Hún er meðal fjölmargra íbúa sem neyðst hafa til þess að yfirgefa heimili sín. Komu skot Kardashian í kjölfar þess að slökkviliðsstjórinn Kristin Crowley kvartaði sáran undan því að hafa ekki fengið frekari fjármuni fyrir slökkviliðið sem hún hefði beðið um fyrir mánuði síðan. Khloe Kardashian sagðist standa með slökkviliðsstjóranum. „Ég stend með ÞÉR Crowley!!! Þú sagðir sannelikann og varst með tárin í augunum, ég sá að þú vildir ekki segja þetta en þetta var SANNLEIKURINN. Takk fyrir að vera hreinskilin! Bass borgarstjóri, þú ert brandari!“ Segir leigusala nýta sér neyðina Bandaríski fasteignasalinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jason Oppenheim, sem gerði garðinn frægan í raunveruleikaþáttunum Selling Sunset, segir leigusala nýta sér neyð þeirra sem neyðst hafa til þess að flýja heimili sín vegna gróðureldanna. „Það eru lög um hækkanir í Kaliforníu sem eru einfaldlega virt að vettugi núna, þetta er ekki tíminn til þess að vera að nýta sér aðstæður. Það er líka ólöglegt að nýta sér náttúruhamfarir,“ segir Oppenheim. Hann segist sjálfur vita um slík dæmi og nefnir einn sinna viðskiptavina sem hafi lent í því að leigusali hafi beðið um hærra verð. Oppenheim segir ástandið í borginni hræðilegt. „Það eru allir með tárin í augunum allan liðlangann daginn, bókstaflega vegna reyks en líka vegna þess að það eru gríðarlegar tilfinningar sem fylgja því að sjá svona marga eiga um sárt að binda.“ View this post on Instagram A post shared by Jason Oppenheim (@jasonoppenheim)
Gróðureldar í Kaliforníu Gróðureldar Hollywood Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira