Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 21:00 Gunnar segir það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi dregið gæsirnar til bana. Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir. „Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“ Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
„Ég hafði heyrt af dauðum gæsum í Vatnsmýrinni og hugmyndin var að fara og kíkja og sjá hvernig staðan væri. Í stuttu máli var staðan margfalt verri en maður hafði þorað að vona,“ segir Gunnar. Á dögunum greindi Matvælastofnun frá því að H5N5 fuglainflúensa hefði greinst í heimilisketti á Seltjarnarnesi. Talið er að hann ásamt öðrum ketti sem greindist einnig með veiruna hafi smitast af fuglshræjum. „Það var búið að greina H5N5 í grágæsum og álftum á þessu svæði. Við vissum að flensan væri á þessu svæði. Við vitum ekki hver útbreiðslan er akkúrat núna en hins vegar er þetta að koma hart niður á gæsum í Vatnsmýrinni,“ segir Gunnar. Undarleg hegðun bendi til frekari smita Auk þeirra nítján sem Gunnar fann dauðar benti undarleg hegðun margra gæsa sem enn lifðu að þær væru smitaðar. „Þær voru mjög veikar og voru með taugakippi í hálsi og erfiðleika í öndun. Svo voru fleiri gæsir þarna sem manni fannst hegða sér undarlega þannig mig grunar að það séu ansi margar sem eru veikar,“ segir hann. Gunnar segist vona til þess að þegar hláni fari fólk að verða frekar var við gæsahræ og þá hægt að kortleggja betur útbreiðslu flensunnar. „Þannig hægt sé að fá betri tilfinningu fyrir því hversu víða þetta er núna og þá fylgja því eftir með viðeigandi sýnatökum og öðrum aðgerðum sem þarf að gera eins og að fjarlægja fugla og svoleiðis,“ segir hann. Í þrjá fugla hafði greinilega verið kroppað.Gunnar Þór Hallgrímsson Gunnar segir að sér hafi borist óstaðfestar fregnir af veikri álft í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og því sé greinilega um að ræða faraldur í borginni. Hann brýnir til fólks að tilkynna það til Matvælastofnunar verði það vart við hræ sem ber þess ekki merki að hafa dáið af slysförum. Einnig að fólk fari varlega nálægt hræjum sem grunur leikur á að beri flensuna. Alltaf möguleiki á að mannfólk smitist Eins og fram hefur komið hefur fuglaflensan þegar borist í spendýr og hefur hún greinst í tveimur heimilisköttum. Hann segir möguleikann á því að flensan smitist í mannfólk alltaf vera til staðar. „Sú staða komin upp að þetta afbrigði er farið að finnast í spendýrum, í köttum. Síðan er þetta sem er alltumlykjandi, þessi möguleiki á því að flensuveiran breyti sér á þann veg að hún fari að smitast manna á milli,“ segir Gunnar. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar, að sögn Gunnars.Gunnar Þór Hallgrímsson „Við erum ekkert endilega að horfa á það í tengslum við þennan faraldur en það eru viðvarandi skæðar fuglaflensur bæði vestan og austan hafs. Á meðan þetta ástand varir eru líkurnar á því að við fáum faraldur sem tengist fólki til staðar.“
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira