„Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2025 18:56 Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir það undarlegt að fimm menn sem nauðguðu andlega fatlaðri konu að áeggjan yfirmanns hennar hafi ekki verið ákærðir. Brot á fötluðu fólki leiði sjaldnar til ákæru, hvað þá sakfellingu. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segist feginn að Sigurjón Ólafsson verslunarmaður hafi verið dæmdur til átta ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ítrekuð brot á andlega fatlaðri konu en að ákærur séu alltof sjaldan gefnar út þegar fatlað fólk er þolendur ofbeldis. „Að sjálfsögðu finnst mér stórkostlega undarlegt að það eru þarna fleiri menn sem eru þekktir gerendur og þeir eru ekki ákærðir,“ segir hún. Aðeins ein ákæra gefin út Dómur var kveðinn upp á dögunum í héraðsdómi Reykjavíkur í máli Sigurjóns Ólafssonar verslunarmanns og hlaut hann átta ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Hann var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir brot gegn umræddri konu, syni hennar sem einnig er andlega fatlaður og kærustu hans sem metin er seinfær. Sjá einnig: „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Meðal grófra brotanna sem Sigurjón var dæmdur fyrir var hafa endurtekið boðið öðrum karlmönnum að hafa samræði við konuna, jafnan án þess að láta hana vita áður og án þess að hún í raun vildi það. Mennina hafði Sigurjón samband við á stefnumótavefsíðu en þeir voru alls fimm. Lögreglu tókst að upplýsa um deili á fjórum þeirra en enginn þeirra hefur verið ákærður. Fatlað fólk líklegra til að verða fyrir ofbeldi Anna Lára segir vitað að fatlað fólk sé útsett fyrir ofbeldi en að sú vitneskja sé ekki nýtt til að sporna við því. „Ég vil sjá að við förum að dusta rykið af ítarlegum rannsóknum á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Þetta hefur verið rannsakað í bak og fyrir bæði hérlendis og erlendis og allar rannsóknir sýna okkur að fatlað fólk er langtum líklegra til að verða fyrir ofbeldi heldur en aðrir hópar. Þá er ekki síst fatlaðar konur í hættu á að verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir hún. „Við vitum að fatlað fólk er útsett fyrir ofbeldi en við erum ekki að taka á því eða nýta þessa vitneskju til að reyna að verja fólk fyrir ofbeldi,“ segir Anna Lára Steindal framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira